2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Keypti skó fyrir andvirði 157 milljónir króna

Skósafnarinn Miles Nadal keypti á dögunum 100 skópör fyrir tæplega 1,3 milljónir dollara, eða sem nemur 157 þúsund krónum. Dýrasta skóparið kostaði litlar 53 milljónir króna.

Dýrustu skórnir, svokallaðir tunglskór frá Nike,  voru boðnir upp hjá Sotheby´s í New York. Skórnir voru hannaðir af Bill Bowerman, annars stofnenda Nike, árið 1972. Aðeins 12 eintök voru framleidd og voru flest pörin gefin þátttakendum á Ólympíuleikunum það sama ár. Skórnir sem Nadal keypti voru þeir einu sem aldrei voru notaðir.

Opnunarboð í skóna var 80 þúsund dollarar og fyrirfram var búist við að þær yrðu slegnir á 160 þúsund. En þegar upp var staðið borgaði Nadal 437 þúsund dollara fyrir parið. Þetta eru langdýrustu strigaskór sem seldir hafa verið en áður höfðu Converse-skór sem Michael Jordan klæddist á Ólympíuleikunum 1984 selst á 190 þúsund dollara árið 2017.

AUGLÝSING


Vikuna áður hafði Nadal keypt 99 skópör fyrir samtals 850 þúsund dollara í gegnum einkasölu. Þar á meðal voru þekkt skópör, til að mynda sjálfreimandi Nike skórnir sem mátti sjá bregða fyrir í myndinni Back to the Future Part II árið 1989. Þar var einnig að finna svokallaða Jeter útgáfu af Air Jordan 11 skóm, einnig frá Nike, en aðeins fimm slík pör voru framleidd.

Skóna ætlar Nadal að hafa til sýnis á einkasafni sínu í Toronto, safni sem nefnist Dare to Dream Automobile Museum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is