2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

KFC á Íslandi fjarlægja plaströr og plastlok úr sal

Viðskiptavinir KFC á Íslandi sem borða á staðnum fá ekki lengur plaströr í drykkina sína.

 

Skyndibitastaðurinn KFC á Íslandi ætlar að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn plastmengun með því að hætta að bjóða viðskiptavinum sínum sem borða á staðnum sogrör og lok á glös úr plasti.

Tilkynning um markmið KFC á Íslandi um að draga úr plastnotkun hangir uppi á vegg á stöðum KFC.

„KFC stefnir á að minnka einnota plast, við byrjum á því að fjarlægja plaströr og -lok á pappaglös úr salnum. Hjálpið okkur að minnka plastið með breyttum neysluvenjum,“ segir í tilkynningunni.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is