Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Kiddi kanína segir 15 hafa látið lífið á tveimur vikum í ópíóðafaraldrinum: „Núna græt ég svo sárt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Skagfjörð Sæmundsson er af flestum betur þekktur sem Kiddi kanína – en Kiddi hefur gert svakalega góða hluti fyrir tónlistarlíf Íslendinga um langt skeið. Oftlega kenndur við Hljómalind – plötubúð sem hann rak lengi vel.

En nú er Kiddi sorgmæddur og segir frá:

„Núna bara græt ég svo sárt… SOS. Var að lesa póst frá félaga á FB sem hefur verið edrú frá Morfíni síðan í nóvember og þekkir frá fyrstu hendi ástandið þarna úti. Hann fullyrðir að síðustu 2 vikur hafi 15 manneskjur dáið þarna úti vegna ofskammtanna.“

Bætir við:

„15 líf farinn að eilífu með vindinum til einskins nema sorgar og… þið vitið.

Hann þekkti persónulega 6 af þessum krökkum. Þið sem nennið mér vitið að ég hef í 6 eða 7 ár varað við þessu og boðið mig fram til hjálpar og verið þarna úti og reynt að gera mitt besta en ég er öryrki og þetta var allt of hættulegt fyrir mig.“

- Auglýsing -

Segir að endingu:

„Ég er svo hvatvís og óhræddur og kem mér allt of oft í kjánalegar og hættulegar aðstæður. En elsku fólk það er einhver ástæða að fólk velur þessar leiðir. Vöknum og hreinsum út eitraða samfélagið sem við höfum búið okkur og börnum okkar.

Þetta er manngert nútíma helvíti.

- Auglýsing -

Ást og umhyggja á ykkur öll og fyrirgefið grátinn.

Kiddi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -