2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kim deilir óvenjulegri mynd af sér

Ný mynd af Kim Kardashian vekur athygli.

Myndin, sem Kim deildi á Instagram, þykir nokkuð óvenjuleg fyrir þær sakir að andlit stjörnunnar er þakið psoriasis-blettum. En raunveruleika-stjarnan hefur frá árinu 2010 verið mjög opinská með það að hún glími við psoriasis líkt og móðir hennar Kris Jennar.

Segist Kim hafa prófað ýmsar aðferðir, hefðbundnar sem og óhefðbundnar, í gegnum tíðina til að halda einkennunum niðri og hefur m.a. viðurkennt að hafa drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi. Kim segir jafmframt að hún hafi verið þjökuð af ákveðnu óöryggi vegna þessa en það hjálpi henni að birtar myndir af þessu tagi og með því að ræða málið opinskátt.

Fyrir þá sem ekki þekkja til er psoriasis hrúður- eða hreisturblettir sem myndast á líkamanum af því að húðin endurnýjar sig of hratt, svo hún þykknar og myndar hrúðursvæði. Því fylgir roði og hiti.

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is