2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kitlaði augntaugar foreldranna

Birgir Steinn Stefánsson, sonur Stefáns Hilmarssonar söngvara og Önnu Bjarkar Birgisdóttur útvarskonu kom fyrst opinberlega fram á unglingsaldri en þá söng hann lagið Líf, sem Stefán samdi á sínum tíma um fæðingu Birgis, foreldrum sínum að óvörum.

„Það var við grunnskólaútskriftina mína sem ég kom fyrst fram opinberlega, en þá ákvað ég, öllum að óvörum, að setjast við píanóið og flytja lagið Líf. Pabbi og mamma vissu ekkert af þessu fyrir fram en voru auðvitað viðstödd og ég held ég hafi kitlað nokkrar taugar í augunum á þeim báðum með þessu. Þetta var eiginlega upphafið að ferlinum hjá mér.“
Stefán Hilmarsson, faðir Birgir, segir að þetta hafi verið mjög eftirminnilegt. „Ég man nú ekki hvort ég komst við, en auðvitað snerti þetta mig djúpt, enda textinn saminn til hans.“

Viðtal við þá feðga má lesa í heild sinni á mannlif.is

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is