Sunnudagur 13. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Kjarninn sver af sér innbrot í síma skipstjórans: „Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Kjarnans og ábyrgðarmenn sverja af sér að hafa staðið að innbroti í síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Gögn úr síma skipstjórans sem Stundin og Kjarninn birtu í dag varpa ljósi á skipulögð rógskrifs Páls, Þorbjörns Þórðarsonar, fyrrverandi fréttamanns Stöðvar 2, og Örnu Bryndís McCure, lögfræðings og starfsmanns Samherja, í samvinnu við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra. Um er að ræða samskipti sem sýna grófa aðför að mannorði nafngreindra einstaklinga. Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafa oftast verið í úthrópaðir af Samherjafólki.

Ekki er ljóst hver náði í gögnin í síma skipstjórans en Kjarninn upplýsir að innbrotið hafi verið kært til lögreglu og Samherjamenn vilji ekki ræða mál sem byggt sé á stolnum gögnum. Í yfirlýsingu Kjarnans er sagt að gögnin komi frá þriðja aðila. Ritstjóri Kjarnans er Þórður Snær Júlíusson.

„Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið og fjöldi fordæma eru fyrir því hérlendis sem erlendis að fjölmiðlar birti gögn sem eiga erindi við almenning án þess að hafa upplýsingar um hvernig þeirra var aflað. Það var skýr niðurstaða ábyrgðarmanna Kjarnans að hluti gagnanna ætti sterkt erindi og því eru almannahagsmunir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætti,“ segir í yfirlýsingunni.

Mannlíf hefur reynt að ná tali af Þorbirni Þórðarsyni eða öðrum sem nefndir eru til sögu í leynigögnum skipstjórans en enginn þeirra lætur ná í sig.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -