Sunnudagur 5. desember, 2021
3.8 C
Reykjavik

Kjósendur Miðflokks kusu Birgi á þing fyrir Sjálfstæðisflokk: „Kveð formann flokksins með virðingu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bigir Þórarinsson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, hefur snúið baki við Miðflokknum og er genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Með þessu hefur hann látið kjósendur Miðflokksins fleyta sér inn á þing og svíkur síðan lit  RÚV sem sagði frá vistaskiptum hans í morgunfréttum. Þessi kúvending nýkjörins þingmanns, áður en þing kemur saman, er einsdæmi, að mnnsta kosti hin síðari ár. Birgir skrifar grein um málið í dag og útskýrir viðsnúning sinn. Þar vísar hann í Klausturmálið.
„Ákvörðunin er þungbær, en hún á sér nokkurn aðdraganda sem hefur leitt til þess að traust milli mín og forystu flokksins er brostið. Þessi staða rekur rætur sínar allt aftur til hins svokallaða Klausturmáls,“ segir Birgir um ástæður þess að hann sem nýkjörinn þingmaður hefur yfirgefið flokkinn og er nú orðinn sjálfstæðismaður án þess að hafa látið þess getið í kosningabaráttunni.
Hann vísar í grein sinni áfram til Klaustursmálsins og segir hafa gagnrýnt framgöngur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns og hinna þigmannanna opinberlega.

„Ég gat þess jafnframt að ég óskaði engum þess að vera þolandi eða gerandi í máli sem skók þjóðina dögum saman og enn er minnst á í fjölmiðlum. Að baki standa fjölskyldur sem
hafa átt erfitt vegna málsins. Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í
hlut áttu vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu
við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég
aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.
Þetta átti sér birtingarmyndir, sem ég ætla þó ekki að rekja í löngu máli,“ skrifar Birgir.
Hann fjallar síðan um aðdraganda kosninganna og rifjar upp að aðför hafi verið gerð að sér við uppröðun á lista.

„Við uppröðun á framboðslista hófst skipulögð aðför gegn mér af hálfu áhrifafólks
innan flokksins. Mikið var á sig lagt, liðsauki kallaður til, nýjar reglur settar og ýmsum brögðum beitt til að koma í veg fyrir að ég yrði oddviti í Suðurkjördæmi. Þeirri stöðu hef
ég gegnt síðustu fjögur ár, hlotið næstbestu kosningu flokksins á landsvísu og viðhaldið
styrkleika í kjördæminu allt kjörtímabilið. Þeir sem unnu af heilindum við að velja sigurstranglegasta framboðslistann urðu fyrir aðkasti þegar fyrir lá að ég yrði áfram oddviti,“ skrifar Birgir sem í gærkvöld tilkynnti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ákvörðun sína.
„Ég kveð formann flokksins með virðingu og þakklæti. Hann er öflugur stjórnmálamaður sem hefur gert margt gott fyrir land og þjóð og sumt af því er vanmetið. Ég hefði hins vegar kosið að hann héldi fastar um stjórnartaumana innan flokksins,“ skrifar Birgir.

Ekki hafa komið viðbrögð frá Sigmundi Davíð en líklegt er að liðhlaup Birgis sé banabiti flokks hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -