Fimmtudagur 19. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins: Með háar tekjur, litlar áhyggjur af spillingu en telja efnahagsástandið gott

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjarninn hefur fengið aðgang að miklu magni gagna úr síðustu könnunum MMR sem sýna hver líklegasta áferð meðalkjósanda hvers flokks er.

 

Þar kemur fram að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru gjarnan með háar tekjur, litlar áhyggjur af spillingu en telja efnahagsástandið gott.

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins þótt fylgi hans hafi fallið hratt undanfarin misseri og aldrei mælst jafnlágt í könnunum MMR og það gerir nú um stundir. Þegar niðurstöður kannana fyrirtækisins í ágúst og september eru lagðar saman kemur fram að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 18,7 prósent.

Flokkurinn hefur sögulega verið mjög sterkur á meðal eldri kjósenda. Þannig er staðan ekki lengur og virðist sem töluverður fjöldi þeirra sem tilheyra elstu aldurshópunum hjá kjósendum hans hafi nú leitað á önnur mið, aðallega til Miðflokksins. Nú er stuðningur við flokkinn nokkuð dreifður milli aldurshópa og enginn sérstakur sem sker sig úr.

Sama má segja um stuðning við flokkinn milli landshluta. Mestur er stuðningurinn á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem 24,1 prósent kjósenda segist ætla að kjósa gamla turninn. Það vekur hins vegar athygli að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur minnst stuðnings í Suðurkjördæmi, þar sem hann sögulega hefur verið mjög sterkur. Þar hefur fylgni við flokkinn dregist hratt saman. Í maí sögðust til að mynda 26 prósent kjósenda þar styðja Sjálfstæðisflokkinn, en nú er það hlutfall 15,6 prósent.

Það sem helst einkennir kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins er að stuðningur við hann eykst merkjanlega eftir því sem tekjur hækka. Þannig nýtur flokkurinn minnst stuðnings í hópi þeirra sem eru með undir 400 þúsund krónur í heimilistekjur, 11,9 prósent, og er með fjórða mesta fylgi allra flokka hjá þeim hópi. Stuðningurinn er hins vegar mestur hjá þeim sem eru með yfir 1,2 milljónir króna á mánuði í heimilistekjur, alls 25,4 prósent, og hjá þeim hópi er Sjálfstæðisflokkurinn langstærsti stjórnmálaflokkur landsins.

- Auglýsing -

Fyrri kannanir MMR á ýmsum álitamálum mannlegrar tilveru hafa sýnt að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa minnstar áhyggjur allra kjósenda af spillingu í fjármálum og/eða stjórnmálum og minnstar áhyggjur allra af fátækt eða félagslegum ójöfnuði. Þeir eru hins vegar líklegastir allra til að telja efnahagsstöðuna á Íslandi góða, en 87 prósent kjósenda flokksins höfðu þá skoðun samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári. Þá eru Sjálfstæðismenn líklegri en kjósendur annarra flokka til að vera fylgjandi veggjöldum.

Ítarlega umfjöllun er að finna á vef Kjarnans og í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -