Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Kjötætur æfar út í Reykjavíkurborg: „Þetta er ekki fótósjoppað grín!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslenskar kjötætur eru brjálaðar út í hugmyndir Reykjavíkurborgar um að banna kjötneyslu skólabarna og setja á takmarkanir á kjötneyslu með sektum. Tillögurnar má finna í drögum að lofstlagsáætlun borgarinnar. Á sama tíma vilja grænmetisætur landsins ganga lengra.

Það er Eyjólfur nokkur sem stofnar til umræðu inn í hópi íslenskra kjötæta á Facebook. „Jæja borgarstjórnarflokkarnir eru komnir með stefnu sína fram varðandi framboð á mat handa börnum borgarbúa: Úr drögum að „Loftslagsáætlun“ fyrir Reykjavík 2021-2025. Þetta er ekki fótósjoppað grín,“ segir Eyjólfur.

Í drögunum sem Eyjólfur vísar til má meðal annars finna nokkrar tillögur sem tengjast breytingum á skólamötuneytum á vegum borgarinnar. Fjöldi tillagna var sendur inn til borgarinnar af almenningi og nokkrar þeirra rötuðu síðan inn í drögin að loftslagsáætluninni. Það eru einkum þessar tvær tillögur í drögunum sem reita kjötæturnar til reiði:

  • Hætta að bjóða börnum kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar, stórauka matarframboð sem er laust við dýraafurðir, draga verulega úr kjötneyslu, bjóða valmöguleika á vegan mat eða grænmetismat. 
  • Setja takmarkanir á kjötneyslu með sektum. 

Fjölmargar kjötætur risu upp á afturlappirnar vegna þessara tilllagna borgarinnar. Birna er ein þeirra. „Hvaða bull er þetta!,“ segir Birna. Og Harpa er hjartanlega sammála. „Þetta á bara ekki að viðgangast. Hvaða rugl er þetta!!!,“ segir Harpa.

Arndís nokkur skilur ekkert í Reykjavíkurborg. „Ég trúi ekki að Reykjavíkurborg ætli að standa í vegi fyrir eðlilegum vexti og þroska barna í skólum borgarinnar,“ segir Arndís.

Arinbjörn trúir því ekki að tillögurnar verði að veruleika. „En þetta er undir „Innsendar tillögur“. Ekki er verið að taka þetta alvarlega til athugunar? Er ekki bara verið að lista upp svona „Nokkrir geðsjúklingar stungu upp á þessu“?,“ spyr Arinbjörn.

- Auglýsing -

Svipaða umræðu má finna á Akureyri. Hjúkrunarfræðingur segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hafnar því og segist ekki ætla að hætta að bjóða upp á kjöt í skólum bæjarins.

Í hópi íslenskra grænmetisæta á Facebook eru fullyrðingar Akureyrarbæjar um að ætla áfram að bjóða upp á hefðbundinn íslenskan heimilismat í skólunum gerðar að umtalsefni. Jórunn nokkur stofnar til umræðunnar:

„Hvílíkur hroki! Mér blöskrar. Og að kalla uppþeytta fitu af svínum + vatn og kartöflumjöl (svokallaðar kjötbollur) mat gengur ekki lengur. Þau sem velja að skaða sjálf sig mig unnum kjötvörum, fínt. En ekki bera þetta á borð fyrir börn!,“ segir Jórunn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -