Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

KKÍ sendir ekki landslið á Smáþjóðaleikana: „Það er okkar mat að þetta sé barn síns tíma“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslensku körfuboltalandsliðin munu ekki taka þátt á Smáþjóðaleikunum á Möltu; verða haldnir dagana 28. maí til 3. júní næstkomandi.

„Ástæðan er fjárhagslegs eðlis. Þar sem við erum með allt upp í loft gagnvart ÍSÍ þar sem við vitum ekkert hvernig þetta endar með reglugerðina um afreksstyrkina,“ sagði Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við RÚV.

Bætir við:

„En svo hefur körfuboltakeppnin á síðustu Smáþjóðaleikum líka dalað. Við fáum betri vináttulandsleiki í júlí og ágúst en á þessu tímabili sem Smáþjóðaleikarnir eru, og við þurfum líka að horfa í það,“ sagði Hannes sem er á því að endurskoða þurfi Smáþjóðaleikana að miklu eða einhverju leyti.

„Það er okkar mat að þetta sé barn síns tíma hvað körfuna varðar og varðandi fleiri greinar. Mér finnst þetta líka vera spurning um forgangsröðun með fjármagn ÍSÍ,“ sagði Hannes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -