Klassísku Biggie-sólgleraugun í nýrri útgáfu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ný útgáfa af Versace-sólgleraugum sem voru í uppáhaldi hjá Notorious B.I.G. hafa verið sett í sölu, þau koma í takmörkuðu upplagi.

Hönnuðurinn Donatella Versace hefur heiðrað minningu vinar síns, rapparans Notorious B.I.G., með því að setja á markað nýja og endurbætta útgáfu af klassískum Versace-sólgleraugum sem voru í uppáhaldi hjá Notorius B.I.G..

Notorious B.I.G., oft kallaður Biggie Smalls, var meðal annars með umrædd sólgleraugu í myndbandinu við lagið Hypnotize. Þess má geta að rúmt 21 ár er frá því að Notorious B.I.G. lést.

Donatella og Notorious B.I.G. voru góðir félgar og á sínum tíma. „Mér þótti Biggie alltaf frábær. Hann kom margoft á sýningarnar mína í París og við hittumst reglulega. Hann talaði alltaf svo vel um mig og fjölskyldu mína. Mér þótti hann svo gáfaður, svo vel gefinn,“ sagði Donatella árið 2011 í viðtali við tímaritið Fader. Hún sagði einnig að hún tryði því margt fólk hafi kynnst vörumerki Versace vegna Notorious B.I.G. þar sem hann var mikill aðdáandi Versace.

Nýja útgáfa sólgleraugnanna kemur í takmörkuðu upplagi og kostar upphæð sem nemur um 35.000 krónum. Þau eru til sölu í Barneys-verslunum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -