Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Klausturskarlarnir taka flestir til máls í umræðu um hlutfall kynja í stjórn „Brennið þið vitar!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er stórhneyksluð á röðun ræðumanna í annarri umræðu á Alþingis um frumvarp sem snýr að viðurlögum vegna hlutfalls kynja í nefndum og stjórnum ríkis- og sveitarfélaga.

Helga Vala birti skjáskot á Twitter af röðun þeirra sem taka þátt í umræðunni og eru þar bara karlar og þar af þrír þeirra sem sátu á Klaustri um árið og töluðu fremur ósmekklega um samstarfskonur sínar á Alþingi. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Bergþór Ólason eru nöfnin sem birtast á vef þingsins sem Helga Vala birti á Twitter.

Önnur umræða um frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem snýr að viðurlögum vegna hlutfalls kynja í stjórnum fer nú fram á Alþingi.

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Fyrstur til að veita frumvarpinu andsvar var Brynjar Níelsson þar sem hann spurði hvers vegna horft væri til Noregs í greinargerðinni. „Ég held það sé verið að bera saman epli og appelsínur þarna,“ sagði Brynjar.

Þá sagðist Karl Gauti rétt í þessu alls ekki vera á móti jafnrétti en fullyrðir þó að hann og Miðflokkurinn í heild sinni greiði atkvæði gegn frumvarpinu í þeirri mynd sem það er í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -