2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Knattspyrnumenn á Íslandi með milljónir á mánuði

Laun í íslenskri knattspyrnu hafa snarhækkað á undanförnum árum samkvæmt nýrri launakönnun. Nokkrir leikmenn eru með vel á fjórðu milljón króna í mánaðarlaun.

Morgunblaðið birtir í dag niðurstöður launakönnunar sem gerð var á vegum FIFpro, alþjóðasamtaka atvinnuknattspyrnumanna. Leikmenn í efstu deildum karla svöruðu könnuninni að undanskildum liðum Víkings, Stjörnunnar, Þróttar og Víkings í Ólafsvík. Sambærileg könnun var síðast gerð árið 2016.

Niðurstöðurnar benda til þess að laun hafi hækkað verulega frá því síðasta könnun var gerð. 30 prósent leikmanna kváðust vera með laun á bilinu 242 til 485 þúsund krónur á mánuði, 15 prósent voru með 485 til 970 þúsund á mánuði, fimm leikmenn voru með laun á bilinu 970 til 1.820 þúsund á mánuði, tveir með 1,8 milljónir til 3,6 milljónir og þrír leikmenn voru með meira en 3,6 milljónir í mánaðarlaun.

AUGLÝSING


Enginn leikmaður var með meira en 1,8 milljónir á mánuði árið 2016 og 13 leikmenn með 485 til 970 þúsund.

Rúmlega helmingur leikmanna eru með verktakasamning við félögin en 29 prósent eru launþegar. 32 prósent leikmanna hafa lent í því að tafir verða á launagreiðslum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is