Sunnudagur 15. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kobe Bryant látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kobe Bryant lést í morgun í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu. Andlát hans hefur verið staðfest af heimildarmanni ESPN, og CNN.

Slysið varð um klukkan tíu í morgun að staðartíma. Eldur logaði í þyrlunni þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang, fimm voru um borð í þyrlunni og lifði enginn slysið af.

Kobe Bryant var 41 árs að aldri og skilur eftir sig eiginkonu, Vanessa Bryant, og fjórar dætur á aldrinum sjö mánaða til 17 ára.

Hann var goðsögn í körfuboltaheiminum og spilaði allan sinn feril hjá LA Lakers og vann fimm NBA titla á ferlinum. Bryant er af mörgum talinn einn besti körfuboltaleikmaður allra tíma.

Fyrstu fregnir hermdu að fimm hefðu verið í þyrlunni, en alls voru níu manns í henni, flugmaður og átta farþegar.

Sjá einnig: 13 ára dóttir Kobe Bryant á meðal látinna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -