Köflótt alltaf klassískt

Deila

- Auglýsing -

Köflóttar flíkur og flíkur með svokölluðu houndstooth-mynstri voru áberandi á tískupöllunum þegar haust- og vetrarlínur þessa árs voru sýndar. Köflótt er alltaf klassískt og því er ekki vitlaust að fjárfesta í fallegri og vandaðri vetrarflík með köflóttu mynstri sem endist um ókomin ár.

 

Þessa flottu dragt mátti sjá á tískupallinum á sýningu Dior á tískuvikunni í París. Mynd /EPA

Enski hönnuðurinn Clare Waight Keller hannaði þessa köflóttu ullardragt fyrir tískuhús Givenchy. Mynd /EPA

Smart dragt frá Gucci sem var sýnd á tískuvikunni á Mílanó í byrjun árs. Mynd /EPA

Houndstooth-mynstrið hefur lengi verið áberandi hjá tískuhúsi Chanel. Mynd /EPA

Úr haust-/vetrarlínu Gucci.  Mynd /EPA

Töff jakki úr smiðju franska hönnuðarins Alexandre Vauthier. Mynd /EPA

Frá tískusýningu Dolce and Gabbana á tískuvikunni í Mílanó. Mynd /EPA

- Advertisement -

Athugasemdir