• Orðrómur

Kolbeinn á sjéns á októberleikjunum – Aðrir meintir brotamenn landsliðsins líka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolbeinn Sigþórsson, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn tveimur konum, gæti fengið að spila í næstu leikjum landsliðsins. Hann spilaði ekki með landsliðinu í september.

Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ í samskiptum við Mannlíf.

„Ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi Kolbein náði eingöngu til síðustu verkefnis, þ.e. septemberleikjanna. Stjórnin hefur ekki tekið neina slíka ákvörðun varðandi næsta verkefni, sem er í október.“

Leiða má að því líkum að þetta eigi einnig við um aðra leikmenn liðsins sem sakaðir hafa verið um ofbeldi gegn konum.

Kolbeinn hefur neitað ásökunum en þó sagst iðrast hegðunar sinnar. Þá greiddi hann konunum samanlagt 3 milljónir í sáttabætur og styrkti hann Stígamót fyrir sömu upphæð.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -