Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Kolbrún Baldursdóttir fær ekki afhent gögn er varða ferðakostnað æðstu embættismanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hjá Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að leit svara varðandi ferðakostnað æðstu embættismanna þjónustu og nýsköpunarsviðs. Ekki hefur hún haft erindi sem erfiði því hún hefur ekki fengið nein bein svör heldur hefur hún fengið senda hlekki og svo virðist sem hún eigi að finna svörin sjálf.

„Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að rýna í fundargerðir og hin og þessi svörin í leit að nákvæmum upplýsingum af t.d. ferðum sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs síðustu 4 árin. Að fá nákvæmlega þá tölu í samanburði við aðra yfirmenn/sviðsstjóra hefur einfaldlega ekki tekist. Í einu svari, sem sent var borgarfulltrúa Flokks fólksins kom hins vegar fram að sviðsstjóra beri ekki skylda til að upplýsa um þessar tölur en vísa til eldri gagna. Það dugar ekki fulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur því fram enn á ný fram fyrirspurn varðandi ferðakostnað æðstu embættismanna Reykjavíkurborgar. Hver er kostnaður hvers sviðs- og skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar undanfarin 4 ár? Bent er á að eingöngu er verið að spyrja um kostnað hvers og eins embættismanns skrifstofu eða sviðsstjóra en ekki heildarkostnað hverrar skrifstofu eða sviðs“.

Mjög furðulegt þykir að Kolbrún þurfi að berjast eins og ljón, til þess að reyna að fá þessar sjálfsögðu upplýsingar, en sitja eftir með tómar hendurnar og ónothæfa hlekki. Maður skyldi ætla að allar svona tölur væru fyrir löngu útreiknaðar og aðgengilegar á auðveldan hátt, nema það þurfi að fela eitthvað ?

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -