Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Kolbrún pressar á Viðreisn: „Gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, setudr ansi hressilega pressu á Viðreisn og skorar á flokkinn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins.

Eins og staðan er nú eru ekki margir möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag; Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, rétt eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa, sem þar að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn.

Líf Magneudóttir

Svo kom upp úr dúrnum að eini borgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta og alveg deginum ljósara í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku Framsóknarflokksins.

Þórdís Lóa

Eins og áður sagði þá skorar Kolbrún á Þórdísi Lóu oddvita Viðreisnar að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Viðreisn:

„Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -