Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Kolbrún vill ekki hækka kynferðislegan lágmarksaldur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðssaksóknari, Kolbrún Benediktsdóttir, er á því að ekki sé ráðlegt að hækka kynferðislegan lágmarksaldur; setur spurningamerki við tilgang þess að hækka kynferðislegan lágmarksaldur úr 15 árum í 18 ár, eins og lagt er til í frumvarpi þingmanns Pírata.

Þingmaður Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, lagði fram á síðasta hausti frumvarp þar sem lagt er til að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.

Bent var á að ekkert aldursviðmið væri í lögunum, og löggjafinn væri þannig að leggja blessun sína yfir samband 15 ára barns og 59 ára gamals einstaklings.

Gerir héraðssaksóknari ýmsar athugasemdir við frumvarpið í umsögn er embættið skilaði frá sér.

Segir að ákveðins misskilnings gæti varðandi sum hegningarákvæði; sifjaspell sé til dæmis alltaf refsivert þótt brotaþoli sé eldri en 18 ára.

Sú breytingartillaga er lögð er til í frumvarpinu myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella; segir héraðssaksóknari það einnig misskilning að ekki þurfi að hafa ákvæði um og varðandi gáleysi þar sem börn eiga alltaf að njóta vafans. Gáleysis-ákvæðið sé mjög mikilvægt og nauðsynlegt.

- Auglýsing -

Meginreglan er sú að brot gegn hegningarlögum sé eingöngu refsiverð ef brotið eða brotin séu framin af ásetningi; að eingöngu sé hægt að refsa fyrir gáleysisbrot ef fyrir því sé sérstök heimild í lögum.

Kemur fram að stundum þurfi ákæruvaldið að sanna að viðkomandi hafi vitað að brotaþoli hafi verið undir lögaldri á verknaðarstundu.

„Sú sönnun er stundum torveld og þá er mjög mikilvægt að hafa gáleysisákvæðið í lögunum,“ sagði Kolbrún í samtali við ruv.is.

- Auglýsing -

Héraðssaksóknari setur spurningarmerki við hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 í 18 ár.

Aldurinn var síðast hækkaður árið 2007; þá var vísað til rannsókna um viðhorf ungmenna til þessa mála.

Í frumvarpinu er ekki vísað til rannsókna; tilað svona stór breyting verði þurfi að eiga sér stað undangengin og afar ítarlegri skoðun og greining.

Vissulega eru ungmenni skilgreind sem börn til 18 ára aldurs.

„Ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára hafa samt sem áður sjálfsákvörðunarrétt um ýmislegt,“ segir Kolbrún, og að ekki sé ráðlegt að gera svona stórar breytingar á þessari stundu án meiri skoðunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -