Miðvikudagur 7. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Kolfinna hraunar yfir Ingibjörgu Sólrúnu: „Hreint og beint ógeðsleg“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, reynir að gera lítið úr orðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. „Merkilegt með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, alltaf tekst henni að lenda öfugu megin. Klúðrar öllu sem hún kemur nálægt, veit ekkert um hvað hún er að tala en sparkar samt þegar hentar. Hana vantar betri ráðgjafa,“ segir Kolfinna.

Ingibjörg Sólrún líkir Jóni Baldvini, hennar fyrrum félaga í stjórnmálunum, við rándýr „sem velur bráð sína af kostgæfni.“ Kveikjan að orðum hennar eru dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur; fyrrum nemanda Jóns Baldvins í Melaskóla árið 1970.

„Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur, 15 ára nemanda JBH í Melaskóla 1970, eru ótrúlega merkileg heimild um aðferðir JBH við að ná tökum á Þóru og hvaða afleiðingar það hafði fyrir hugarástand hennar. Í framhaldinu ákvað ég að lesa aftur allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið saman af kynferðisbrotum og áreiti JBH á áratuga tímabili og í ljós kom ákveðið munstur sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans atferli.

JBH hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni – oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland – sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Ingibjörg Sólrún.

Kolfinnu finnst skrif Ingibjargar „hreint og beint ógeðsleg.“

„Þær hrannast upp afsökunarbeiðnir ISG, nú ekki bara gagnvart þjóðinni, heldur klofinni fjölskyldu. Hún misnotaði sér veikasta hlekkinn i þeirri fjölskyldu, henni sjálfri til hagsbóta, ojj segi ég,“ segir Kolfinna og heldur áfram að hrauna yfir Ingibjörgu Sólrúnu: 

„Hún er alltaf of fljót á sér, tilbúin til að ráðast á sína allra nánustu samstarfsmenn, og senda þá í galeiðuna. Ef einhverjum finnst rétt/eðlilegt að draga upp 52 ára gamla dagbók konu sem lést fyrir sex árum á akkurat þessum tímapunkti, rétt upp hönd.“
- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -