Mánudagur 16. september, 2024
5.2 C
Reykjavik

„Költ eru óendanlega heillandi rannsóknarefni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og blaðamaður, veit fátt betra en að hlusta á góða hlaðvarpsþætti, enda segist hún gefin fyrir að stýra sinni fjölmiðladagskrá og löngu hætt að fylgjast með línulegri dagskrá sjónvarps og útvarps.

 

Hér eru þrjú podköst sem hún mælir með fyrir þá sem hafa svipuð áhugamál og hún; raðmorðingja, geðheilsu og költ.

Unfu*k your brain

„Umsjónarkonan er Kara Loewentheil sem nennti ekki lengur að vinna sem lögfræðingur og varð í staðinn markþjálfi og femínísk súperstjarna, eins og hún segir sjálf. Þættirnir hennar fjalla um alls konar verkefni sem koma upp í hendur meðalmanneskjunnar á lífsleiðinni – óöryggi, aldurskomplexa, kvíða, erfið samskipti, kvart og kvein, einmanaleika, foreldrahlutverkið og reiði, svo fátt eitt sé nefnt.“

Kara Loewentheil.

I got the hell out

„Költ eru óendanlega heillandi rannsóknarefni, að mínu mati. Það er ótrúlega áhugavert að skyggnast inn í hópa af þessu tagi gegnum frásagnir þeirra sem komist hafa út. Í þessari seríu hlustum við á samtal tveggja vinkvenna, en önnur þeirra eyddi áratug í bókstafstrúarkölti. Heilög nærföt, nafnabreytingar, brostin tengsl við ættingja, og hreint ótrúleg afskiptasemi leiðtoganna af minnstu smáatriðum í lífi fylgjendanna eru meðal þess sem vinkonurnar tala um á meðan þær drekka kokteila – áfenga að sjálfsögðu.“

- Auglýsing -
Ragnheiður mælir með I got the hell out.

The Murder Squad

„Hér eru tvær rokkstjörnur á ferð, Paul Holes sem starfaði áður hjá FBI og Billy Jensen sem er virtur glæparannsóknablaðamaður, en báðir áttu þátt í að hinn hrottalegi raðmorðingi og nauðgari Joseph James DeAngelo var handsamaður í fyrra. Sá ódámur er með að minnsta kosti 13 morð og 50 nauðganir á samviskunni og gekk undir nafninu The Golden State Killer.

Fyrir áhugasama um málið bendi ég á bókina I’ll Be Gone in the Dark: One Woman’s Obsessive Search for the Golden State Killer eftir Michelle McNamara. Paul og Billy fjalla í þessu hlaðvarpi um óupplýst mál og enda hvern þátt á að gefa hlustendum verkefni sem gætu aukið líkur á að brotamennirnir verði handsamaðir af laganna vörðum.“

Paul Holes og Billy Jensen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -