Laugardagur 13. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Komið í ljós hver mun leika Díönu í The Crown

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum The Crown þykir ansi lík prinsessunni í útliti.

Netflix-þættirnir The Crown hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir komu fyrst út árið 2016. Þætt­irn­ir fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar. Aðdáendur þáttanna hafa undanfarið velt vöngum yfir því hver mun leika Díönu í fjórðu seríu þáttanna.

Í gær var greint frá því að búið er að ráða leikkonu í hlutverkið.

Í frétt The Guardian segir að leikkonan sem mun fara með hlutverk Díönu hafi heillað þau sem annast leikaraval strax upp úr skónum.

Leikkonan sem um ræðir er 23 ára og heitir Emma Corrin og er nýgræðingur í leiklistarheiminum en er mikill aðdáandi þáttanna The Crown. „Ég hef verið límd við þættina síðan fyrsta þátturinn var sýndur,“ var haft eftir Emmu.

Höfundur þáttanna, Peter Morgan, segir Emmu afar hæfileikaríka og búa yfir sakleysislegu yfirbragði líkt og Díana gerði. „Hún heillaði okkur um leið og hún kom inn í áheyrnarprufu.“

Leikaravalið hefur vakið töluverða athygli en Emma þykir nokkuð lík Díönu í útliti.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -