Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Kona í geðveikisástandi reyndi að bíta lögreglumann – Baðst fyrirgefningar en dregin fyrir dóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kona sem reyndi að bíta lögreglumann og sparka í læri hans var dregin fyrir dóm. Þetta gerðist að morgni mánudagsins 6. apríl 2020. Henni var stefnt fyrir dóm þrátt fyrir að ekkert hafi séð á lögreglumanninum og konan hafi verið í ástandi sem benti ekki til að það hefði verið ásetningur hennar að skaða lögreglumanninn. Konan var ákærð fyrir „fyrir brot gegn valdstjórninni“.
Í ákæru er því lýst að konan hefði „reynt að bíta í hægri hönd“ lögreglumanns sem var við skyldustörf og sparkað með hægri fæti í vinstra læri sama lög reglumanns. Ekkert sá á lögreglumanninum. Þess var krafist að ákærða yrði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Ákærða játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Framganga hennar var rakin til geðrænna veikinda og erfiðra og viðkvæmra aðstæðna. Þetta var hennar fyrsta brot.
Ráðið var af gögnum að umræddur lögreglumaður hefði ekki orðið fyrir líkamstjóni. Þá er staðfest í skýrslu lögreglu að hún hefði beðist afsökunar á háttseminni og hið sama kom fram fyrir dómi.
Dómari málsins ákvað í þessu ljósi að fresta ákvörðun refsingar skilorðsbundið í tvö ár frá uppsögu dómsins að telja. Konunni var gert að greiða allan sakarkostnað málsins, 470 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -