Laugardagur 4. desember, 2021
-2.4 C
Reykjavik

Kona varð ólétt eftir stjúpa sinn: Myrti nýfætt barnið með því að stinga það fimm sinnum með skærum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hryllilegur atburður átti sér stað í Fururfirði á Vestfjörðum þann sjötta ágúst árið 1913, en þá var nýfætt barn myrt með hroðalegum hætti.

Forsaga málsins er sú að ung kona að nafni Kristjana Guðmundsdóttir (1891–1964) verður barnshafandi eftir stjúpa sinn, en hann hét Árna Friðrik Jónsson (1880–1958).

Árni hafði gifst móður Kristjönu árið 1908, en hún var þá ekkja.

Árni og Kristjana hófu síðan ástarsambandi árið 1912 og voru að hittast leynilega út árið og aðeins fram til ársins 1913.

En allt breyttist þegar Kristjana verður ófrísk eftir fósturföður sinn eða stjúpa.

Kristjana náði að fela óléttuna vel og svo virðist sem enginn hafi grunað neitt; bæði hvað varðar hið forboðna ástarsamband eða ávöxtinn af sambandi þeirra.

- Auglýsing -

Þá lét Kristjana Árna ekki vita af því að hún væri ófrísk.

Barnið sem Kristjana bar undir belti fæddist síðan fyrir tímann, í baðstofunni í Furufirði, þar sem hún bjó.

Tókst henni að fæða barnið án þess að vekja annað heimilisfólk.

- Auglýsing -

Hún sagði síðar að hún hafi ákveðið að myrða nýfædda barnið nánast strax eftir að það fæddist. Sem og hún gerði.

Hins vegar bar svo til morguninn eftir fæðinguna að móðir Kristjönu sá nýfætt barnið látið.

Hafði hvítvoðungurinn verið stunginn til bana með skærum, margoft.

Móður Kristjönu var eðlilega mjög brugðið og líkast til hefur þessi atburður og svo ástarsamband dóttur hennar við mann sinn lagt líf hennar í rúst – en litlar heimildir eru til um afdrif hennar.

Móðir Kristjönu og eiginkona Árna tók nýfædda og nýmyrta barnið og lagði það í kassa og fór út í skemmu með barnið dáið í kassanum.

Líklega sama dag, eða daginn eftir, lét móðir barnsins, Kristjana, senda eftir ljósmóður. Hún aðstoðaði Kristjönu og þreif barnið.

Ljósmóðirin tók strax eftir stungusárunum, eins og við mátti búast og líklega vissu mæðgurnar að málið hefði miklar afleiðingar sem þær virtust vera til í að takast á við í stað þess að reyna að fela líkið af barninu, og lét hún sýslumann vita um málið hryllilega.

Í kjölfarið rannsakaði sýslumaður dauða barnsins; í kjölfarið var Kristjana síðan ákærð. Hún játaði á sig morðið og var dæmd til þriggja ára ára betrunarhússvinnu, sem myndi þykja í dag ansi vægur dómur eftir slíkt hroðalegt athæfi að myrða nýfætt barn sitt með skærum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -