Laugardagur 26. nóvember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Konum bannað að bóka leghálsskimun án boðunar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nokkuð virðist vera á reiki hvort konur geti nú pantað sjálfar tíma í leghálskrabbameinsskimun. Hjá heilsugæslu í Reykjavík fengust þær upplýsingar í síma síðdegis í gær, miðvikudag, að formlegt boð yrði að koma frá heilsugæslu. Ljósmæður sjái alfarið um að skima fyrir heilsugæslustöðvar alls staðar á landinu en að konur geti ekki óskað skimunar nema formlegt boð hafi borist.

Þessar upplýsingar koma heim og saman við fræðslu- og upplýsingatexta þann sem finna má á vefsíðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, en þar kemur fram að konum sé boðin skimum fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-65 ára. Þá geti þær konur sem búsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og hafa þegar fengið boðsbréf í skimun, bókað tíma gegnum vefinn heilsuvera.is

Símsvarar vísa á vefsíður og svarafátt á heilsugæslu 

Blaðamaður Mannlífs reyndi nú í dag að afla upplýsinga símleiðis um bókun án boðunar í leghálskrabbameinsskimun en uppgefið upplýsinganúmer Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana reyndist símsvari þar sem fram kemur að opið sé fyrir skimanir fyrir leghálskrabbameinsskimanir á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Vísar símsvari á nánari upplýsingar á vefsíðu Samhæfingarstöðvar en á þeirri vefsíðu er svo aftur vísað  til skimunarleiðbeininga Embættis Landlæknis.

Konum uppálagt að senda tölvupóst

Í símtali við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu fengust einnig þær upplýsingar að formlegt boð yrði að liggja fyrir og að konur gætu ekki bókað tíma sjálfar gegnum síma. Hjá Embætti Landlæknis fengust að endingu þær upplýsingar að kvensjúkdómalæknir sá sem fer fyrir málefninu sé einungis í hlutastarfi hjá embættinu. Hægt sé að senda tölvupóst í upplýsingaskyni en að engar upplýsingar séu veittar gegnum síma. Nánari fræðslu um skimanir sé að finna á vef embættisins.

Heilbrigðisyfirvöld vísa til fræðslustúfa á vefsíðum 

- Auglýsing -

Í skriflegu svari Landlæknis til blaðamanns Vísir fyrr í dag kemur fram að konur geti ekki pantað skimun að eigin ósk. Farið sé eftir fyrirfram skilgreindu skimunarkerfi og kemur það heim og saman við þær upplýsingar sem blaðamaður MANNLÍF þykist höndum hafa komist yfir, ef taka á mið af viðbrögðum heilbriðisstarfsmanna við persónulegri fyrirspurn gegnum síma nú í þessari viku. Landlæknir vísar ennfremur, í skriflegu svari til Vísis, á fræðslustúfa á vef embættisins um kosti og ókosti skimunar en tilraunir blaðamanns MANNLÍF til að afla upplýsinga símleiðis um leiðir til skimunar nú í þessari viku fóru allar á þann veg að vísað var á vefsíður, bæklinga og fræðslurit.

Kemur fram á vefsíðu að hægt sé að afþakka skimun 

Á vef Landlæknis er almennan upplýsinga- og fræðslubækling að finna, en þar kemur fram að boð frá heilsugæslu þurfi að hafa borist svo konum sé gerlegt að mæta í skimun. Þær megi þó afþakka skimun og þar með sýnatöku og sé frjálst að óska skoðunar síðar án frekari útskýringa. Loks má lesa orðin: „Vel gengur að senda sýni til Danmerkur, engin sýni hafa týnst eða eyðilagst á vegum heilsugæslunnar“ á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undir yfirskriftinni Staða leghálsskimunar – Vika 22 en mörgum þykir nóg um og krefjast tafarlausra úrbóta. Ef marka má viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við fyrirspurn blaðamanns síðdegis í gær, er hins vegar einnig á reki hvort konur, búsettar á Íslandi, eigi hreinlega kost á slíkri sýnatöku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -