Þriðjudagur 10. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Körfuboltadómarinn Ísak Ernir sendi unglingsstúlku óviðeigandi skilaboð: „Þetta voru bikiní myndir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuboltadómarinn Ísak Ernir Kristinsson hefur ekki dæmt frá áramótum þrátt fyrir að hafa um árabil dæmt mjög mikið í efstu deild karla og kvenna hér á landi – auk þess sem hann er alþjóðlegur FIBA-dómari.

Ísak Ernir segir á Facebook-síðu sinni í færslu frá 25. febrúar síðastliðnum frá því hvers vegna hann hafi ekki dæmt síðan í fyrra:

Mynd / Skjáskot af Karfan.is.

„Nú hef ég ekki dæmt frá áramótum. Ástæðurnar eru ýmsar. Ein af þeim er það skeytingaleysi sem forysta KKÍ hefur sýnt okkur dómurunum.“

Í færslu hans er vísað til greinar er birtist á Vísi deginum áður sem ber yfirskriftina:

„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“

Mannlífi hafa borist ábendingar um að Ísak Ernir hafi sent unglingsstúlku óviðeigandi skilaboð á sínum tíma.

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs ræddi við stúlkuna, sem vill ekki koma fram undir nafni, en skilaboð Ísaks Ernis til hennar sendi hann er hún var einungis 17 ára gömul.

„Hann sendi á mig þegar ég var 17 ára. Reply á story sem ég var að pósta á instagram, þetta voru bikiní myndir. Fannst þetta óviðeigandi.

- Auglýsing -

 

Þá fannst mér hann á tímabili vera að dæma óþarfa mikið á mig miðað við aðra; veit ekki hvort hann hafi verið eitthvað bitur eða hvað. En kannski var hann bara að dæma eins og honum fannst. Hann hefur ekki sent neitt nýlega.“

Samkvæmt því sem segir á vefnum barn.is (Umboðsmaður barna) kemur fram að „einstaklingar verða lögráða við 18 ára aldur og eru þá sjálfráða og fjárráða.“

Einnig:

„Börn eru þeir einstaklingar sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Börn eru ólögráða og njóta forsjár foreldra sinna.“

Ísak Ernir verður þrítugur í sumar; hann er kvæntur Margréti Bjarnadóttur og eiga þau saman eitt barn.

Margrét er dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Fjármála- og efnahagsráðherra.

Í grein á Stundinni (nú Heimildin) sem ber yfirskriftina:

Ungur Sjálf­stæðis­maður gerður að stjórnar­for­manni opin­bers fyrir­tækis

má lesa eftirfarandi:

„Nýr stjórnarformaður Kadeco er hinn 24 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson en hann var skipaður í stjórnina í síðustu viku. Ísak, sem hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri, var skipaður í stjórnina af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Hann tekur við formennsku stjórnar af Georgi Brynjarsyni hagfræðingi. Sjálfur er Ísak flugþjónn hjá Wow air ásamt því sem hann stundar nám við viðskiptafræði í HR.

Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði. Þá hefur Ísak gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna ásamt því að hafa gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum.“

Ísak Ernir, sem þótti á sínum tíma efnilegasti körfuboltadómari landsins, er nú hættur að dæma.

Mannlíf hefur fengið ábendingar um óviðeigandi samskipti hans við aðra leikmenn – og eru þær ábendingar til skoðunar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -