Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Körfuboltahreyfingin í örum vexti – KKÍ orðið fimmta fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill vöxtur er í körfuboltahreyfingunni á Íslandi, undanfarið en KKÍ birti í dag myndræna tölfræði um þessar gleðifréttir.

Körfuboltaiðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og er KKÍ nú orðið fimmta fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ með rúmlega 9.000 iðkendur.

Má sjá þetta í myndrænni tölfræði ÍSÍ sem unnin er upp úr starfsskýrslum íþróttafélaga.

Síðustu ár hefur vöxturinn í körfuboltahreyfingunni verið mikill en samkvæmt KKÍ endurspeglast það í öflugu og vaxandi starfi félaga hringinn í kringum landið.

Þá kemur einnig fram á heimasíðu KKÍ að samhliða fjölgun iðkenda hafi skráning liða á körfuboltamót aukist töluvert.
„Það fjölgar á sama tíma þeim hlutverkum sem þarf að sinna í dómgæslu, þjálfun, utanumhaldi og öðru tengdu félögunum. Á efri bláu myndinni má sjá skráningu í 7. flokk stúlkna til og með stúlknaflokki og þá neðri 7. flokk drengja til og með drengjaflokki. Hérna má sjá talsverða fjölgun í skráningu bæði hjá drengjum og stúlkum.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -