Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Binni Glee: „Hún segist vera orðin hrædd við að fara út úr húsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borið hefur á því að fólk af asískum uppruna verði fyrir aðkasti og áreiti á Íslandi í kjölfar þess að kórónaveiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína. Brynjar Steinn Gylfason, sem á ættir að rekja til Filippseyja, er meðal þeirra sem tekið hafa málið upp á samfélagsmiðlum og hvatt til þess að fólk hugsi sinn gang.

 

 

Brynjar Steinn Gylfason, sem er þekktur á samfélagsmiðlunum sem Binni Glee, hefur varla tölu á póstum sem hann hefur fengið frá fólki af asískum uppruna sem segist hafa upplifað fordóma á Íslandi vegna kórónaveirunnar.

Málið náði flugi á samfélagsmiðlum eftir að tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson birti á Instagram-síðu sinni mynd af sér með öndunargrímu frammi fyrir afgreiðslumanni af grænlenskum uppruna við kassa í Bónus, nokkuð sem mörgum þótti bera vott um kynþáttafordóma. Meðal þeirra sem deildu færslunni á Twitter og Instagram og gagnrýndu hana var Brynjar Steinn Gylfason sem þekktur er á samfélasmiðlum sem Binni Glee. Í kjölfarið rigndi yfir hann póstum þar sem fólk af asískum uppruna sagði frá reynslu sinni af fordómum vegna vegna umræðu um kórónaveiruna.

„Ég ætlaði ekkert að blanda mér í þetta,“ segir Brynjar Steinn. „Ég var alltaf að bíða eftir að honum yrði bent á hvað þetta var óviðeigandi og að hann tæki færsluna niður og bæðist afsökunar, en þegar það gerðist ekki gat ég ekki á mér setið að vekja athygli á þessum fordómum. Þetta er svo langt frá því að vera í lagi.“

„Er svona fólki hleypt inn?“

Viðbrögðin við færslu Brynjars Steins voru gríðarleg og mörg þeirra sem svöruðu honum höfðu sjálf upplifað aukna kynþáttafordóma eftir að kórónaveiran greindist. Meðal þeirra sem tjáði sig var sextán ára stúlka sem var ættleidd frá Kína sem sagðist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og áreiti eins lengi og hún man eftir sér, en aldrei eins og nú síðustu vikurnar.

- Auglýsing -

„Hún sagðist lenda í því hvað eftir annað að fólk bæði hana að koma ekki nálægt sér vegna þess að hún myndi smita það af kórónaveirunni,“ útskýrir Brynjar Steinn. „Sem er auðvitað fáránlegt vegna þess að hún er Íslendingur og hefur búið hér alla sína ævi. Hún segist vera orðin hrædd við að fara út úr húsi og að hún skammist sín fyrir að vera frá Asíu, eftir að nánast allir sem hún hittir tali um að hún geti verið smitberi, ekki bara krakkar á hennar aldri heldur ekkert síður fullorðið fólk. Og hún var alls ekki sú eina sem hafði þessa sögu að segja, það voru ótrúlega margir sem höfðu lent í einhverju álíka eða orðið vitni að því. Ein stúlka sagði mér frá því að hún hefði verið að afgreiða í bakaríi þar sem tveir kínverskir ferðamenn komu inn og fullorðin íslensk kona hefði orðið mjög reið og spurt hvort „svona fólki“ væri virkilega hleypt inn í verslanir þessa dagana.“

Lestu umfjöllunina í heild sinni í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -