Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kórónaveiran mun ekki breyta Íslendingum: Hegða sér illa í góðæri en sérfræðingar í hamförum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem gerir okkar samfélag svo sérkennilegt er sú staðreynd að plágur, kreppur og náttúruhamfarir eru svo viðvarandi og hafa mótað þjóð okkar svo mikið að nánast má segja að þessi fyrirbæri séu hér eðlilegt ástand. Hér er ekki hægt að gera áætlanir nema fyrir stutt tímabil.“

Þetta segir Guðmund­ur Odd­ur Magnús­son, bet­ur þekkt­ur sem Godd­ur, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur enga trú á að kórónaveiran muni breyta Íslendingum til frambúðar.

„Við erum sérfræðingar í hamförum. Það ganga engir stjórnunarhættir betur á Íslandi en kreppustjórnun og viðbrögð gegn hvers kyns áföllum. Það koma flóð, fiskurinn hverfur. Það koma rigningasumur, hafís og kalskemmdir þannig að ekki næst að ná saman fóðri. Það fer að gjósa og heilu sveitirnar og bæjarfélögin kafna í hrauni og ösku,“ segir Goddur og bætir við íslenskir ráðamenn reyni þá strax að biðja aðrar þjóðir að redda sér í vandræðum. Goddur segir:

„Sannleikurinn er sá að Íslendingar breytast mest í góðæri og velgengni. Ganga í barndóm og haga sér eins og illa uppaldir krakkar.“

Goddur bætir við að heimsfaraldurinn hafi ekki breytt honum. Þá segir hann kreppur og áföll oft bestu stundirnar til að læra og þroskast. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir að úti í samfélaginu sé fólk haldið vanlíðan. Hann kveðst líta á vandamál sem orkugjafa og tækifæri til að gera hlutina á annan hátt en áður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -