Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins spáir því að flokkurinn tapi næstu kosningum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Friðjón Friðjónsson, kosningastjóri og PR-ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, spáir á Twitter að flokkur sinn verði ekki í næst ríkisstjórn. Hann virðist telja að næsta ríkisstjórn verði skipuð þeim flokkum sem skipa núverandi borgarstjórn Reykjavíkur.

Friðjón skrifar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann kvartar undan því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að vera eingöngu íhaldsflokkur, að hann sé ekki lengur flokkur breytinga. Svan­borg Sig­mars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Viðreisn­ar, býður hann velkominn í þann flokk á Twitter þar sem hún skrifar:

„Mér sýnist á öllu að ég geti boðið Friðjón velkominn í Viðreisn. Alltaf gott að fá öflugt fólk inn fyrir kosningar til að ná kerfisbreytingum í gegn í landbúnaði, sjávarútvegi… Svo er alltaf best að skrá sig formlega á http://vidreisn.is. Það lesa ekki allir Moggann.“

Friðjón svarar þessu og virðist ekki skemmt. „Þakka boðið en verð að afþakka, ég er hægri maður og Viðreisn  er á hraðferð til vinstri. Maður sér varla mun á ykkur, Samfylkingin og Pírötum í eltingaleiknum,“ segir Friðjón.

Því svarar Svanborg: „Erum við of mikið að reyna að styðja einkaframtakið á heilbrigðisþjónustu? Er það of erfitt fyrir hægri manninn? Eða er það að við viljum uppstokkun á landbúnaði? eða breytingar á kvótakerfinu og nýta til þess markaðslausnir?“

Þá kemur svar Friðjóns sem verður vart túlkað öðru vísi en hann spái tapi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. „Eitt er um að tala, annað er að gera. Þess sjást engin merki í stjórn borgarinnar að Viðreisn sé öðruvísi flokkur en hinir vinstri flokkarnir. Hví skyldi það verða öðruvísi þegar þið hoppið í bælið með sömu flokkum í haust?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -