Sunnudagur 14. ágúst, 2022
12.8 C
Reykjavik

Kosningum um kjarasamninga lýkur í dag og niðurstaða verður kynnt á morgun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga líkur í dag hjá Eflingu og aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. VR hefur þegar lokið sinni kosningu en beðið var með birtingu niðurstöðunnar þar til önnur félög hafa klárað kosningu. Vænta má niðurstöðu á morgun frá Starfsgreinasambandinu, Eflingu og VR. Kosningu líkur klukkan 16.00 í dag.

Kjarasamningar verslunar- og verkafólks eru til rúmlega þriggja ára. Þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022, verði þeir samþykktir. Lægstu laun munu hækka mest en sú hækkun nemur 30% á lægstu taxta. Útfærsla er í samningnum til styttri vinnuviku. Þá fylgir þeim eingreiðsla upp á kr. 26 þúsund sem greidd er út í byrjun maí 2019. Ein forsenda samninganna er að skattbyrði tekjulægstu hópa lækkar um kr. tíu þúsund á mánuði.

Nokkur fyrirtæki hafa þegar tilkynnt verðhækkanir verði samningarnir samþykktir. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð frá forystu stéttarfélaganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi forstjóra Ísam harkalega fyrir boðaðar hækkanir fyrirtækisins en þakkaði honum um leið fyrir að „afhjúpa sig og sinn þankagang svona rösklega“.

„ÍSAM auðvaldið útvegar kennsluefnið í viðvarandi kennslustundina sem við sitjum öll um þessar mundir,“ skrifaði Sólveig Anna á Facebook. „Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem hefur verið troðið ofan í okkur eins og kássu búinni til úr grænum baunum, sírópi, franskbrauði, kexi, síld og tannkremi (og argað um leið og við kúgumst: Þetta er víst gott, aumingi!) hefur sem grundvallarlygi að ekkert sé betra fyrir lýðræðið en óheft markaðsfrelsi.“

„Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, við Morgunblaðið í kjölfar tilkynninga vegna boðaðra verðhækkana. Björn sagði við blaðið að framsetning þeirra sem tilkynnt hafa um hækkanir sé ósmekkleg. Ríki og sveitarfélög hafa þegar gefið út að þau muni halda aftur af verðhækkunum.

Fréttablaðið sagði frá því að Ísam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir.

Þá sagði Fréttablaðið frá fyrirhugaðri hækkun Gæðabaksturs vegna samninganna, en fyrirtækið boðar 6.2% hækkun gengishækkunar á hveiti. Í fréttinni kemur fram að hækkun vegna hveitis sé um þrjú prósent.

- Auglýsing -

„Ég er ekki að segja það að fólk eigi ekki skilið það sem það fær í laun. En ef við fáum á okkur þessa hækkun þá verðum við að setja það út í verðlagið til að mæta þessu,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Fréttablaðið.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir, líkt og ÍSAM gerði í gær. „Við erum með endurskoðunarákvæði sem snúa að því að kaupmáttur launa verði tryggður og vextir lækki. Ég tel að þetta ógni því að svo geti orðið. Þá munu kjarasamningar væntanlega losna og við munum sækja þær kaupmáttarkrónur, eða þær kjarabætur sem við töldum okkur gefa eftir til þess að ná niður vöxtum, af mikilli hörku ef það kemur til þess að samningar losni,“ segir Ragnar.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir við Morgunblaðið að Brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akureyri hafi tilkynnt sambandinu að þeirra vörur muni hækka um 6.2%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -