• Orðrómur

Krambúðin nýtir sér að fólk hefur ekki val – VERÐKÖNNUN – Sláandi verðmunur allt að 54 prósent

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar verðlag í Krambúðinni. sem rekin er af Samkaup, er athugað, sést að álagningin er gríðarleg eða allt að 54 prósent. Skoðaðar voru 29 vörutegundir og reyndust 14 þeirra með 15 til 25 prósent hærra verð en Nettó, 14 vörutegundir með 25 til 54 prósent hærra verð og ein vara með undir 10 prósent hærra verð.

Samkaup rekur Krambúðina ásamt Nettó, Kjörbúðinni, Samkaup Strax og Iceland. Reknar eru 22 verslanir undir því nafni víðsvegar um landið. Verslanirnar eru skilgreindar af Samkaup sem „þægindaverslanir“ sem bjóða upp á „fljótlega og góða næringu“ í amstri dagsins. Þetta eru svokallaðar ferðamannaverslanir en ekki eiginlegar matvöruverslanir. Vöruúrvalið er mjög takmarkað en flest matarkyns sem þar fæst er frosið og flest skyndibiti, þurrvörur, sælgæti, gos og orkudrykkir ásamt niðursuðuvörum og alls ekki verslun sem heilt byggðarlag ætti að þurfa að treysta á sem einu búðina sem í boði er. Nánast engar ferskar matvörur eru í boði hjá Krambúðinni nema kjúklingur og eini fiskurinn sem er í boði er lax.

 

- Auglýsing -

Mega ekki panta hvað sem er

Mannlíf skoðaði Krambúðina á Hólmavík sérstaklega, verðlag og annað sem skiptir máli. Í Strandabyggð búa alls 457 manns sem þyrftu að keyra annað hvort í Borgarnes (161 km) eða á Ísafjörð (222 km) til þess að komast í verslanir með bæði viðunandi verð og vöruúrval. Yfir vetrartímann getur það verið mjög erfitt og stundum jafnvel ekki möguleiki sökum veðurs og færðar á vegum. Íbúar á þessu svæði þurfa auk þess að greiða hærra verð fyrir eldsneyti svo þetta er allt annað en auðvelt. Íbúum stendur til boða að panta frá Nettó en einungis þurrvöru, ekkert annað.

 

- Auglýsing -

 Niðurstöður

Skoðaðar voru 29 vörur sem eru til sölu í Krambúðinni á Hólmavík. Til samanburðar voru skoðuð verð hjá Nettó. Ein vara reyndist vera með undir 10 prósent hærra verð en í Nettó. 14 vörutegundir reyndust vera með 15 til 25 prósent hærra verð og 14 vörutegundir með 25 til 54 prósent hærra verð. Niðurstöðurnar verða að teljast mjög sláandi og ljóst að álagningin sem Hólmvíkingar og nærsveitungar mega búa við er óviðunandi og auðvitað allir aðrir í sambærilegri stöðu.

Stefna Samkaupa stenst ekki

- Auglýsing -

Þegar Kaupfélag Steingrímsfjarðar seldi Samkaup reksturinn í febrúar 2020 var markmiðið með þessum breytingum að verslun og þjónusta við íbúana og vegfarendur myndi haldast óskert. Það er rétt rúmt ár síðan yfirtakan átti sér stað og morgunljóst að það er langt því frá verið að halda sig við áður nefnd markmið. Það er líka svolítið kaldhæðnislegt að skoða stefnu Samkaupa sem virðist ekki eiga við þá sem þurfa að versla við Krambúðina, þegar horft er til staða á landinu sem sitja við það borð að hafa ekkert val þegar kemur að verslun.

Stefna Samkaupa er:

Að sinna þörfum viðskiptavina okkar að bestu getu

Að þjóna kröfum viðskiptavina okkar með framúrskarandi hætti

Að gera starfsfólki okkar kleift að vaxa og dafna í störfum sínum og gæta fyllsta jafnréttis milli kynjanna

Markmið Samkaupa er að vera þekkt sem framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Slík framtíðarsýn birtist í ásýnd og þjónustuviðmóti félagsins, fjölbreytni og sveigjanleika í rekstri, þjónustu og vöruúrvali, metnaðarfullu starfsfólki í öllum verslunum félagsins og ekki síst hagkvæmum rekstri.

 

Þegar mánaðarleg tilboð Krambúðarinnar eru skoðuð sérst glögglega hvers konar verslun þetta er.

Uppfyllir alls ekki manneldismarkmið

 

Margir sitja við sama borð

Hólmvíkingar og nærsveitungar eru alls ekki þeir einu á landinu sem þurfa að una því að hafa einungis Krambúðina í byggðarlaginu. Mikil mótmæli hafa verið uppi og undirskriftarlistar settir í gang til þess að mótmæla því að ekki sé boðið upp á Kjörbúðina í stað Krambúðarinnar sem er með lægra verð og meira vöruúrval. Fólk verslar þar í neyð og ekur síðan í matvöruverslanir, hafi það kost á því. Það er stór hópur fólks sem getur ekki farið annað til þess að versla og treystir því 100 prósent á verslun í sínu byggðarlagi. Eldri borgarar, öryrkjar, fjárhagslega illa statt fólk og bíllaust fólk svo nokkur dæmi séu tekin. Fólkið sem er að mótmæla er ekki að biðja um að fá risamatvörumarkað heldur aðeins skárri kost, Kjörbúðina sem rekin er af sama fyrirtæki.

Þegar rætt hefur verið við fólk sem þarf að búa við þetta ástand nefna margir að mikill hroki komi frá höfuðstöðvum Samkaupa.

Ætla mætti að það væri hagur flestra að hafa Kjörbúðina í stað Krambúðarinnar. Fólk myndi versla meira í heimabyggð á aðeins sanngjarnara verði og með vöruúrval sem væri hægt að sætta sig betur við auk þess sem velta Samkaupa yrði væntanlega meiri. Nettó mætti líka veita fólkinu betri þjónustu hvað varðar vöruúrval sem hægt er að panta í vefverslun Nettó, ekki einungis þurrvörur.

Hér að neðan er tafla sem sýnir allar vörutegundir og verð.

 

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -