Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kristín segir feitustu þjóð Evrópu að hætta að vera meðvirk með sykurfíklum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Heimisdóttir, stjórnarformaður Lýðheilsusjóðs og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, segir í aðsendri grein að nú sé kominn tími á að stórhækka skatta á alla sykraða drykki. Hún segist almennt á móti skattahækkunum en ekki sé hægt að horfa framhjá því að það hafi virkað hvað varðar sígarettur. Hún segir að feitasta þjóð Evrópu, Ísland, þurfi að taka sig saman í andlitinu og hætta meðvirkni með sykurfíklum.

„Reglubundið ramakvein hefur verið rekið upp vegna hugmynda yfirvalda um að skattleggja sykraðar matvörur umfram hollari matvörur. Hæst heyrist í sælgætis- og gosdrykkjafamleiðendum og er það afar skiljanlegt. Hugmyndin er sú að vörur þeirra verði dýrari án þess að meira renni í þeirra vasa. Það er eðlilegt að mótmæla slíkum áformum sem hagsmunaaðili. Það er ekki endilega rétt að hlusta of mikið á þær raddir,“ segir Kristín.

Hún segir almennt á móti skattahækkunum. „Undirrituð er almennt á móti skattahækkunum. Skattar á Íslandi eru of háir hvert sem litið er. Virðisaukaskattur með því hæsta sem gerist í heiminum og það eitt er hvetjandi fyrir svarta hagkerfið. En hvernig má þá réttlæta aukna skattheimtu sem þessa?,“ spyr Kristín og svarar:

„Rannsóknir á fleiri hundruð þúsund manns með eftirfylgni í 16-34 ár hafa sýnt bein tengsl aukinnar gosdrykkjaneyslu við aukna dánartíðni og þá sérstaklega vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hár líkamsþyngdarstuðull hjá fullorðnum á Íslandi hefur hækkað frá því að vera fjórði algengasti áhættuþáttur fyrir aukna dánartíðni og hreyfiskerðingu yfir í að vera annar algengasti áhættuþátturinn, á eftir reykingum. Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem eru í ofþyngd og offitu á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Þekkt er að mikil neysla sykraðra drykkja eykur líkur á hækkaðri líkamsþyngd. Hækkaður líkamsþyngdarstuðull er sterkur áhættuþáttur sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund tvö og krabbameina.“

Hún segir að Ísland geti tekið á þessum vanda. „Með samstilltu átaki og fræðslu auk leiðinda skattlagningar höfum við séð hvernig hægt var að ná tökum á tóbaksnotkun Íslendinga. Eftir því hefur verið tekið á heimsvísu. Á sama hátt getum við tekist á við stóraukna gosdrykkjaneyslu ungs fólks með fræðslu og hefur mikið áunnist í þeim efnum. Betur má þó ef duga skal. Það hefur (því miður) sannast að stýring með verðlagningu hefur enn meiri áhrif. Tal um frekju og frelsisskerðingu á ekki við, enda er ekki verið að banna neinum neitt. Hærra verð ætti þó að skila auknum tekjum í ríkissjóð sem ætti með réttu að skila sér til heilbrigðiskerfisins. Ekki veitir af,“ segir Kristín.

Sumir gagnrýna sykurskatt og segja það í raun fátækraskatt. Kristín segir það þvælu: „Lágkúrulegast finnst mér þó þegar því er haldið fram að það sé verið að meina tekjulægstu hópunum eilítinn munað með því að hækka gosdrykki úr lægra skattþrepi í það hærra. Með sömu rökum ættum við að gauka sígarettupökkum að þessum hópum og telja okkur trú um að slíkt sé gert af góðmennsku. Best færi á því að allir þjóðfélagshópar, óháð tekjustöðu, slepptu bæði tóbakinu og gosdrykkjunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -