Þriðjudagur 27. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Kristín var rukkuð 790 krónur fyrir 10 franskar: „Er þetta ekki frekar dýrt?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Kristín nokkur telur hafa verið á sér okrað af veitingastaðnum Lamb Street Food í Grandagarði. Þar keypti hún svokallaðar Air Fried franskar á 790 krónur en brá heldur betur í brún þegar heim var komið og í boxinu leyndust 10 stykki.
Krístín segir frá reynslu sinni í fjölmennum hópi matgæðinga á Facebook, Matartips!. „Vildi spyrja hvað ykkur finnst um þetta. Pantaði mat hjá Lamb Street food í kvöld sem mér finnst almennt frábær veitingarstaður góðar vefjur og ferskt hráefni. Í kvöld ákváðum við að panta air fried frönskurnar með matnum okkar en þær kosta 790 kr,“ segir Kristín og bætir við:
„Okkur brá heldur í brún þegar við opnuðum boxið og töldum 10 frönskur það er 79 kr stk þá. Vildi bara heyra frá ykkur hvort einhver ykkar hafi áður pantað þær og fengið svona fáar? Og er þetta ekki frekar dýrt fyrir 10 stk?“
Fjölmargir matgæðingarnir í hópnum lýsa furði sinni yfir því hversu fáar kartöflur fengust afhentar. Helena er ein þeirra. „Þetta hljóta bara að vera mistök. Trúi ekki öðru,“ segir Helena. Svala veltir fyrir sér hvers vegna þær hafi verið svona dýrar. „Var gullduft á frönskunum?,“ spyr Svala. Og Stefán veltir fyrir sér hvernig frönskurnar hafi bragðast. „Voru þær góðar eða eruð þið kannski bara enn að dáðst að þeim þessum krúttum?,“ spyr Stefán.
Eftir áskoranir frá mörgum meðlimum hópsins hafði Kristín samband við veitingastaðinn vegna óánægju sinnar. Rita, eigandi staðarins, var til svara:
„Þetta eru rösti kartöflur, meiri hugsaðar sem léttur forréttur eða meðlæti. Þetta eru rifnar kartöflur settar saman aftur ì svona sticks og eru mun dýrari vara heldur en hefðbundnar franskar og henta mjög vel fyrir hot air hitun. Vona að þú sért sátt við þessa útskýringu.
Eins og þú bendir réttilega á eru þær mjög góðar, en þær kosta u.þ.b. fjórfalt meira í innkaupum. Til stóð af birgjanum að hætta að flytja þær inn þar sem við erum eini veitingastaðurinn sem bjóðum upp á þessar kartöflur. Þetta er spurning með gæði versus magn,“ segir Rita.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -