Svo virðist sem einhver hafi tekið feil á bíl og klósetti í nótt í Borgarnesinu.
Í Facebook hópnum Borgarnes birtir Kristinn nokkur ljósmynd af mannahægðum tofan á bílnum sínum og virðist frekar ósáttur. „Svona var aðkoman að bílnum mínum í morgun. „Hver ákvað að vera virkilega fyndinn og kúka á bílinn minn?“ Biður Kristinn sökudólginn að koma og þrífa bílinn eftir sig. „Hinn sá sami má koma og þrífa eftir sig áður en ég kíki í myndavélarnar á svæðinu. Sorglegt.“
Spennandi verður að sjá hvort bíllinn verði nú þrifinn í skjóli nætur eða hvort frekari myndbirtingar munu líta dagsins ljós á næstunni.