Blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson veltir fyrir sér stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi komandi forsetakosningar.
Segir:
„Það er hnífjant í skoðanakönnunum á milli Trumps og Harris í forsetakosningum Bandaríkjanna eftir 10 daga. Staðan er verri fyrir Kamölu Harris og miðað við þessa kyrrstöðumynd teldi ég líklegra að Trump merji sigur.“
Hann telur að þetta helgist „af nokkrum þáttum.
Fyrst er það að Demokratar hafa áður fengið meirihluta atkvæða á landsvísu en tapað forsetastólnum þar sem þeir fengu minnihluta kjörmanna. Forskot Harris á landsvísu er horfið sem eru slæm tíðindi fyrir Demókrata.“
Kristinn segir að „í þeim sjö sveifluríkjum þar sem úrslit munu ráðast er munurinn á milli frambjóðenda innan við prósentustig í fimm en Tump hefur 1-2 prósentustiga forskot í tveimur. Þetta er hvergi marktækur munur.
Hins vegar sýnir reynsla síðustu kosninga að kannanir í þessum sveifluríkjum hafa vanmetið Trump um 1-2 prósentustig. Ef sama gerist núna er sigurinn vís fyrir hann.“
Hann segir að lokum:
„Svo læðist að mér sá grunur að kannanir séu ekki að ná utanum hik kjósenda við að stíga það skref að setja konu í Hvíta húsið og í ofanálagt konu af blönduðum uppruna. Með fyrirvara um að vissulega getur skekkja eða frávik í könnunum farið í aðra átt núna en áður – ásamt með gömlu klisjunni um að vika sé langur tími í pólitík, tel ég líklegra að sigurinn fari til Trumps.“