Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Kristján Gunnar lektor á launum hjá HÍ þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn þremur konum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður gegnir enn stöðu lektors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands þrátt fyrir að vera sakaður um gróf kynferðisbrot og frelsissviptingu gegn þremur konum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur hann þó ekki sinnt kennslu við sviðið frá því málið kom upp.

Kristján Gunnar var handtekinn á Þorláksmessu 2019 vegna gruns um frelsissviptingu og kynferðisbrot gegn konu á þrítugsaldri. Hann var látinn laus að morgni aðfangadags en var síðan aftur handtekinn á jólanótt. Þá var hann sagður hafa svipt tvær aðrar konur frelsi og beitt þær grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið var Kristján Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót.

Hér er Kristján Gunnar leiddur út af lögreglu við handtökuna á Þorláksmessu. Mynd / Skjáskot RÚV.

Engu að síður er Kristján Gunnar enn skráður lektor við HÍ þar sem hann kenndi skattarétt og gegnir þeirri stöðu í 50 prósent stöðugildi. Hann hefur því ekki verið sviptur starfstitli sínum og virðist sem mál Kristjáns séu því í biðstöðu í háskólanum á meðan meðferð hans hjá ákæruvaldinu stendur.

Stefán Hrafn Jónsson, forseti sviðsins, segist lítið geta rætt málið efnislega þegar Mannlíf sló á þráðinn og vísaði á skrifstofu rekstors þegar kemur að starfsmannamálum. „Hann er ennþá lektor hjá háskólanum, já. En hann hefur ekki kennt við sviðið í ákveðinn tíma. Jafnvel þó ég sé forseti sviðsins þá eru ráðningarmál hjá rektor,“ segir Stefán.

Starfssamband lektorsins og háskólans er enn í gildi en eftir því sem Mannlíf kemst næst er Kristján Gunnar í nokkurs konar veikindaleyfi og sinnir því sama og engum skyldum við stofnunina. Meðan hann er hins vegar enn starfsmaður heldur hann réttindum sínum hjá háskólanum. Hann heldur því stöðu sinni og launum en sinnir hvorki kennslu né rannsóknum. Á skrifstofu háskólarektors fengust þau svör að málefni einstakra starfsmanna eru þar ekki rædd.

Mál Kristjáns Gunnars er enn til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara en þar hefur það verið í um hálft ár, síðan í ágúst í fyrra. Rannsókn málsins lauk í júlí og var það þá sent ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er málið enn á borðum.
Kristinn Sigurjónsson tapaði máli sínu gegn HR.

Kristján Gunnar er ekki fyrsti háskólalektorinn sem fjallað hefur verið um opinberlega síðustu misserin. Eins og frægt var var Krist­inn Sig­ur­jóns­son rekinn úr stöðu lektors við Há­skól­ann í Reykja­vík vegna um­mæla sem hann lét falla um kon­ur á Face­book. Um­mæl­in lét Krist­inn falla í lokuðum Face­book-hópi sem nefn­ist Karl­mennsku­spjallið en þar sagði Krist­inn meðal ann­ars að kon­ur troði sér inn á vinnustaði þar sem karl­menn vinna. Þá sagði hann að kon­ur eyðileggðu vinnustaðina því karl­menn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerl­ing­ar, allt annað er áreiti“.

- Auglýsing -

Kristinn bað íslensku þjóðina afsökuna á ummælum sínum en var engu að síður fljótlega rekinn vegna þeirra frá HR, nánar tiltekið í október 2018. Hann tapaði jafnframt skaðabótamáli sínu gegn háskólanum. En Kristni bauðst síðar kennsla við HÍ þar sem hann hefur kennt við Tæknifræðisetrið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -