Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Kristján lést í Danmörku aðeins 41 árs: „Vildi að ég gæti faðmað þig, knúsað og kysst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Páll Kristjánsson lést fyrir viku síðan á sjúkrahúsi í Esbjerg í Danmörku, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

Kristján ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lærði rafeindavirkjun í Iðnskólanum og starfaði að mestu fyrir ýmis tölvuleikjafyrirtæki. Ungur fékk Kristján áhuga á gítar og lék á hljóðfærið alla ævi við góðan orðstír. Árið 2018 flutti fjölskyldan til Danmerkur. Kristján stefndi á að hefja nám í eðlisfræði með haustinu áður en krabbameinið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Í minningargrein í Morgunblaðinu kemur fram að það mikilvægast í lífi Kristjáns Páls hafi verið fjölskyldan og var föðurhlutverkið honum afar kært. Þar fara foreldrar hans hlýjum orðum um son sinn.

Blessuð sé minning Kristjáns Páls.

„Hann var kannski ekki vinmargur en traustur vinur þeirra sem hann kynntist vel. Alltaf var hann til í að hlusta og gefa ráð. Kristján Páll okkar var bráðvel gefinn. Það var stutt í góðvildina og hlýjuna og fallega milda brosið ef svo bar undir. Hann var mjög næmur og tilfinningaríkur og lét sér annt um allt sitt fólk, vini sína og fjölskyldu,“ segja foreldranir og bæta við:

„En nú er stundin liðin og minningarnar einar eftir til að ylja sér við. Allt er svo öfugsnúið. Ungur maður í blóma lífsins, 41 árs, er frá okkur tekinn en eftir sitjum við foreldrar hans á
áttræðisaldri og finnst hlutirnir í algjörlega öfugri röð í sorg okkar. Blessuð sé minning
elskulegs sonar og vinar sem nú er genginn.“

Ég sakna þín óendanlega mikið, elsku fallegi bróðir minn

Elsta systir Kristjáns minning einnig bróður síns með mikilli hlýju. „Algjört ljós í mínu lífi. Hefur alltaf átt hjarta mitt frá fyrstu mínútu.  Sorgin er mikil í mínu hjarta nú, elsku hjartagullið mitt. Þú varst sólargeislinn í mínu lífi en nú hefur verið dregið fyrir sólu. Vildi að ég gæti faðmað þig, knúsað og kysst, yndislegi bróðir minn. Þú munt alltaf eiga stóran sess í mínu hjarta og mun ég alltaf halda minningunum um þig á lofti. Ég kem til þín þegar
minn tími kemur og við knúsumst, föðmumst og kyssumst. Ég lofa því elskulegurinn minn. Ég sakna þín óendanlega mikið, elsku fallegi bróðir minn, en þangað til næst: Sofðu vært og rótt, elsku bróðir. Lovjú að eilífu.“

- Auglýsing -

Önnur systir Kristjáns Páls kveður litla bróður sinn með brostið hjarta. „Vegna þagnarinnar við öllum spurningum mínum hlýja ég mér við minningarnar okkar. Ég er og verð að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið þig sem bróður. Við vorum náin og góð saman. Minningarnar okkar lifa. Það voru mikil gæði í þínu stutta lífi. Baráttan, trúin, viljinn og
þráin eftir lengra lífi með stelpunum þínum þremur var svo áþreifanlega magnþrungin að
við, þínir nánustu, stóðum utanvelta, ráðþrota og ráðalaus rétt eins og vélvana árabátar úti á ólgandi rúmsjó. Það var vont og ný tilfinning að fyllast þessu djúpa dökka vonleysi og þessum ömurlegheitum að geta ekki gert neitt fyrir ykkur. Þú lifir áfram Krissi minn, í hjarta mínu og sál. Skarðið verður aldrei fyllt en ég mun reyna að fylla það með gulli góðra minninga. Hvíldu í ró og friði elsku litli bróðir minn. Við sjáumst aftur einhvers staðar, einhvern tíma aftur.“

Útför Kristjáns Páls fer fram í dag í Billund í Danmörku að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinnufélögum. Minningarathöfn mun fara fram á Íslandi og verður tímasetning hennar auglýst nánar síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -