Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Kristján lét sig hverfa af þingi – Hvar er hann nú?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum samgönguráðherrann Kristján L. Möller hætti á þingi árið 2016 og ákvað að snúa sér að öðru, þá ekki nema 62 ára gamall.

Kristján sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999-2016. Hann gegndi embætti samgönguráðherra 2007-2009 og síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2009-2010.

Sagði Kristján í viðtali við Lifðu núna að hann hefði verið í 17 ár á þingi, þar áður 12 ár í bæjarstjórn Siglufjarðar og í félagsmálastússi frá unglingsaldri og vildi nú snúa sér að öðru.

Eftir að Kristján sagði skilið við pólitíkina segir hann að fyrirtæki hafi haft samband við sig og óskað eftir ráðgjöf hans. „Ég vil nota orðið „málafylgja” sem er að fylgja málum eftir fyrir menn. Ég er svona „málafylgjumaður”, segir Kristján ánægður með starfstitil sinn. Ferðaþjónustuaðilar á Kili höfðu til að mynda samband og óskuðu eftir aðstoð Kristjáns við að vinna að hugmynd þeirra við að leggja 75 kílómetra rafstreng upp á Hveravelli með viðkomu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum á leiðinni.

Kristján er frá Siglufirði og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann flutti til Reykjavíkur. Hann er bróðir Ölmu Möller landlæknis. Stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Oddnýju Hervör Jóhannsdóttur, íþrótta- og tískuvöruverslunina vinsælu Siglósport, sem eflaust allir sem til Siglufjarðar hafa komið kannast við.
Siglósport seldu þau hjónin er þau fluttu suður. Partur af Siglósport var verðlaunagripafyrirtækið, KLM verðlaunagripir, en það fyrirtæki er enn í dag í rekstri og eigu Kristjáns og Oddnýjar.
„Oddný rak þetta ein á meðan ég var í pólitíkinni og eftir að ég hætti þar hef ég fengið að koma inn og taka að mér verkefni undir hennar stjórn. Það felst í að svara í síma og fara með vörur til viðskiptavina eða á pósthúsið. Mér finnst ég oft vera kominn aftur í starf sem ég hafði með höndum þegar ég var 10-11 ára gamall á Siglufirði.“

Kristján og Oddný eiga þrjá syni og fjögur barnabörn og hefur Kristján einnig fengið það verkefni að skutla smáfólkinu á æfingar, sem hann segist njóta mjög.

- Auglýsing -

Árið 2018 keyptu þau hjónin æskuheimili Kristjáns á Siglufirði. Í kjölfarið gerðu þau húsið alveg upp, ásamt sonum sínum og þeirra fjölskyldum. Nýtur stórfjölskyldan þess nú að eiga samastað á Siglufirði, sem þau eru dugleg að heimsækja.

Kristján og Oddný hafa alltaf verið mikið skíðafólk, en í seinni tíð hefur golfið tekið yfir. „Ég segi nú stundum að það sé sennilega dæmi um að maður er svolítið að eldast að mér þykir þægilegra að klæða mig í golffötin og -skóna en skíðagallann og -klossana,” sagði Kristján hlæjandi í samtali við Lifðu núna.

Augljóst er að fyrrum ráðherrann hefur í nógu að snúast þrátt fyrir að hafa lagt pólitíkina til hliðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -