Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Kristján Loftsson í boði Róberts gegn Björgólfi Thor

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, fékk Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Það var fyrir tilstuðlan Landslaga lögmannsstofu sem fundaði með Kristjáni. Honum var boðin aðkoma að málsóknarfélaginu, sem Róbert fjármagnaði að langmestu leiti og Kristjáni var boðið að taka litla sem enga áhættu í málinu en nyti góðs af því ef málið ynnist.

Líkt og Mannlíf greindi frá heufr Róbert Wessman frá árinu 2010 fjármagnað málarekstur fyrrum hluthafa Landsbanka Íslands, gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, fyrrum eiganda bankans, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs. Heildarkostnaður vegna málareksturs og kaupa á verðlausum hlutabréfum bankans er vel á annað hundrað milljónir króna. Þekktir einstaklingar hafa stigið fram í málinu fyrir tilstuðlan Róberts og má þar nefna Kristján úr Hval og Vilhjálm Bjarnason fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Lögmannsstofa Róberts hefur nú unnið að málinu samfleytt í nærri 10 ár en það hefur þvælst um öll stig dómskerfisins á Íslandi án endanlegrar niðurstöðu.

Sjá einnig: Róbert Wessmann fjármagnaði rúmlega 100 milljóna málsókn gegn Björgólfi Thor.

Vilhjálmur hefur þegar staðfest að Róbert hafi verið kjölfestan í málssókninni frá upphafi hennar. Þegar Kristján kom inn var hann þó beðinn um að leggja fjármagn til málareksturs en þegar ljóst var að enginn annar stór hluthafi í bankanum hafði áhuga var Kristján tregur að staðfesta þátttöku og taka þátt í kostnaði. Lögmannstofu var þá falið að finna farsæla lausn á málinu þannig að Kristján tæki þátt.

Kristján var ekki aðeins fyrrum hluthafi í Landsbankanum sem hafði lögvarða hagsmuni í málinu heldur höfðu hann og Björgólfur Thor eldað grátt silfur saman. Hann var því lykilmaður fyrir Róbert og aðili sem hafði nógu breitt bak fjárhagslega til að vera trúverðugur í svo stóru máli. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -