Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Kristján Þórður hjá ASÍ: „Ég hef ekki skipt um skoðun hvað það varðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

For­seti ASÍ, Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, mun ekki að gefa kost á sér áfram í embættið á fram­haldsþingi ASÍ; fer fram í lok þessa mánaðar.

Hann gef­ur hins vegar á móti kost á sér í embætti 1. vara­for­seta.

Kristján tjáði sig um málið:

„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ.

Ég hef oft verið spurður að því hvort ég ætli að gefa kost á mér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi og hef fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið sem ég er afar þakklátur fyrir.“

Hann bætir við:

- Auglýsing -

„Á síðasta þingi gaf ég kost á mér til að vera 1. varaforseti enda hef ég metnað fyrir því að leggja mitt af mörkum til að ASÍ gangi sem best til hagsbóta fyrir launafólk og er það framboð enn í gildi. Ég hef ekki skipt um skoðun hvað það varðar og mun að svo stöddu ekki gefa kost á mér í embætti forseta ASÍ en ég gef kost á mér til 1. varaforseta á framhaldsþingi ASÍ í lok mánaðar.“

Kristján segir að hann hafi „lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu.

Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“

- Auglýsing -

Segir að endingu:

„Á sama tíma höfum við hjá RSÍ og Fagfélögunum jafnframt unnið að endurnýjun kjarasamninga og nú þegar skrifað undir hátt í 30 kjarasamninga. Eins og ég hef áður sagt þá hef ég sett meiri kraft í málefni RSÍ frá því þingi ASÍ var frestað enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ. En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -