Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Kristjón fékk peninga frá lögmanni Róberts eftir innbrot: Henti gömlu símunum til að fela slóðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Um morguninn var ég staddur uppi í Smáralind. Þá fékk ég símtal frá Róberti Wessman. Við höfðum rætt stutt saman fyrr um morguninn og ég greint frá því að ég hefði tölvu Reynis undir höndum, án þess að fara í saumana á atburðarásinni. Hann var hissa en ánægður og spenntur,“ skrifar Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri um atburðarásina eftir að hann braust inn á ritstjórn Mannlífs og hafði á brott tölvur. Velþóknum auðmannsins var slík að hann féllst á bón Kristjóns. Stuttu eftir símtalið lagði lögmaður Róberts, Ólafur Kristinsson, 500 þúsund krónur inn á reikning fyrirtækis Kristjóns.

„Ég bað hann um greiðslu sem hann varð fúslega við og lagði inn 500 þúsund krónur á reikning fyrirtækisins. Á þeirri stundu, þegar hann vissi ekki hvaða aðferðum ég hefði beitt til að komast yfir tölvu Reynis, sagði Róbert að hann hefði mann á sínum snærum sem hefði þekkingu til að ná í ný sem og eldri gögn af tölvunni,“ skrifar Kristjón í ítarlegri grein sinni sem birtist í nýjasta hefti Mannlífs.

Innborgunin kom eftir símtal Róberts og Kristjóns.

Nokkriu eftir samtalið hringdi Róbert í Kristjón. Þá var honum, að sögn Kristjóns, brugðið. „Þegar seinna símtalið átti sér stað uppi í Smáralind, hafði Róbert áttað sig á fólskuverki mínu og var brugðið. Ég sagði að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur, hann hefði ekki gert neitt rangt og ekki komið að þessu með neinum hætti. Þetta væri hefnd fyrir það sem hefði verið gert á minn hlut. Róbert tjáði mér að það sem ég hefði gert væri lögbrot og bætti við að hann hefði ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt „þetta“. Hann spurði hvort það væri hætta á að upp kæmist að ég hefði verið að verki. Ég sagði að það væri útilokað að finna út hver hefði fjarlægt efnið og bætti við að margir hefðu horn í síðu Mannlífs. Ég spurði síðan hvort það væri hægt að fá fyrir nýjum símum, því ég þyrfti að henda tveimur símum sem yfirvöld gætu mögulega staðsett. Var það samþykkt,“ skrifar Kristjón.

Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur sagt í smáatriðum frá sambvinnu sinni við Róbert Wessman og eftirleiknum þegar innbrotið hafði átt sér stað. 
Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson.

„Róbert sagði að lokum eftir að ég hafði fullvissað hann um að ekki væri hægt að sanna innbrotið á mig: „Farðu varlega, Kristjón.“

Róbert Wessmann lagði viku seinna fram kæru á ritstjóra Mannlífs til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og Fjölmiðlanefndar þar sem hann dylgjaði um að þolandinn hefði sjálfur staðið að innbrotinu.

Ítarleg umfjöllun er í nýju Mannlífi um innbrotið á Mannlíf og samvinnuna við Róbert Wessman. Blaðið fæst ókeypis í Bónus og Hagkaup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -