Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

„Búið að nota mig af auðkýfingi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Á því augnabliki uppgötvaði ég, sem mér hafði verið bent á áður, að við værum ekki vinir, að búið væri að nota mig af auðkýfingi,“ skrifar Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, um samskipti þeirra Róberts Wessman eftir innbrotið á skrifstofur Mannlífs í janúarmánuði. Kristjón átti tvö símtöl við Róbert þennan morgun og fékk milljón krónur millifærðar í tveimur færslum frá Ólafi Kristinssyni, lögmanni Róberts.

Lára, Róbert and Ólafur voru í nánu samstarfi.

Kristjón hefur sagt frá samningi sem hann gerði við Róbert um styrk upp á 3,7 milljónir króna á mánði til að standa undir rekstri 24.is. Lára Ómarsdóttir, talsmaður Róberts, hafði áður, aðspurð af Mannlífi, þvertekið fyrir það að Róbert kæmi að rekstri fjölmiðilsins. Hún sagði jafnframt í samtalið við blaðamann Mannlífs að hún myndi hætta að vinna fyrir auðmanninn ef í ljós kæmi að hann ætti einhverja aðkomu að innbrotinu.

Kristjón hefur einnig lýst því að hann hafi gefið Róbert upplýsingar úr ritstjórnarkerfi Mannlífs þar sem hann hafi haft aðgang. Auðmaðurinn hafi verið forvitinn um greinar þar.

Róbert Wessman vissi af innbrotinu strax daginn eftir.

Samkvæmt framburði Kristjóns í nýjasta hefti Mannlífs er Róbert sekur um yfirhylmingu málsins heldur. Þá hélt hann því fram í gegnum lögmann sinn að innbrotin hefðu verið sviðsett of þolanda.

Við höfðum talast við áður margsinnis í hverri viku

Kristjón lýsir þvi hvernig honum leið daginn eftir innbrotið og í framhaldi af samtölunum við Róbert.

„Frá því að símtalið átti sér stað fyrir utan Smáralind að morgni 29. janúar, hefur Róbert ekki treyst sér til að tala við mig. Í nokkur skipti hafði ég samband símleiðis og með smáskilaboðum þar sem ég bað hann afsökunar á að hafa látið blindast og að hann hefði verið bendlaður að ósekju við það sem ég hefði gert. Við höfðum talast við áður margsinnis í hverri viku og stundum til að kjafta um daginn og veginn. Ég fann til með honum yfir því óréttlæti sem hann sannfærði mig um að hann hefði verið beittur. Ég var sannfærður um að hann hefði verið svikinn af nánum vini sínum og hélt innblásnar peppræður til að létta honum lundina. Ég skildi vel að honum væri brugðið eftir þetta innbrot og vildi halda ákveðinni fjarlægð. Í kjölfarið voru samningar ekki virtir,“ skrifar Kristjón.

- Auglýsing -

Hann hefur beðist afsökunar á innbrotinu og lofað að skila aftur því sem stolið var og greiða fyrir tjónið.

Róbert Wessman hefur verið boðið að svara fyrir sín mál í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Traustasyni, þar sem Kristjón játaði sína aðild og lýsti tengslum sínum við Róbert. Hann hefur ekki treyst sér til að standa fyrir máli sínu þar og blokkaði netfang ritstjóra.

Greinina í heild sinni má finna í nýjasta hefti Mannlífs sem er að finna hér. Blaðinu er dreift er í verslanir Bónus, N1 og Hagkaupa.

- Auglýsing -

Fyrirvari: Útgefandi Mannlífs og höfundur greinarinnar er þolandi í innbrotinu í bifreið og á ritstjórn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -