Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Kristrún: „Afgerandi vísbendingar um lögbrot til staðar – ríkisstjórnin vonar að málið gleymist“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Bankasýslan sendi í morgun fréttatilkynningu til fjölmiðla, sem Morgunblaðið fékk að því virðist forgang á til birtingar á forsíðu í dag, þar sem vakin er athygli á minnisblaði sem stofnunin lét vinna fyrir sig af lögfræðistofu. Minnisblaðið er augljóslega viðbragð við grein sem ég skrifaði á Vísi 2. maí síðastliðinn. Greinin mín er hér, “ segir þingkonan Kristrún Frostadóttir og bætir við:

„Lögfræðistofan var ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Minnisblaðið á að svara röksemdarfærslunni sem birtist í grein minni um að jafnræði hafi verið brotið við söluna á bankanum. Við lestur þess kemur hins vegar í ljós að engar nýjar upplýsingar er þar að finna: Engin rök sem hafa ekki nú þegar heyrst frá Bankasýslunni og fjármálaráðherra. Aðeins rök sem einmitt þóttu ótrúverðug og ég rakti í greininni.“

Kristrún segir að „eftir að hafa lesið minnisblaðið er ég enn sannfærðari en áður um að afgerandi vísbendingar um lögbrot séu til staðar. Það sem er líka athyglisvert er að opinber stofnun, sem er á fjárlögum og hefur starfsmenn, hafi séð ástæðu til að leita til utanaðkomandi lögfræðings til að vinna minnisblað til að svara greininni. Þar sem engar nýjar upplýsingar eða röksemdafærslur koma fram.“

Hún segir einnig að „margir hljóta að spyrja sig hvað var greitt fyrir þessa þjónustu. Ef fólki er alvara með að fara í saumana á þessu máli þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“

Kristrún er klár á því hvaða aðferðum ríkisstjórnin mun beita til að svæfa málið:

- Auglýsing -

„Nú komum við út úr sveitarstjórnarkosningum og ríkisstjórnin vonar að málið gleymist. Eða ef ekki, að það snúist bara um Bankasýsluna, ekki fjármálaráðherra. Eins og rakið er ítarlega í greininni sem þurfti lögfræðistofu til að svara er Ríkisendurskoðandi ekki réttur farvegur fyrir málið. Um það á málið að snúast núna.“

Kristrúnu finnst að „þetta nýjasta útspil Bankasýslunnar er ekki til að auka traustið, og er lýsandi fyrir það hvernig viðbrögðin hjá Bankasýslunni og ríkisstjórninni hafa verið í þessu máli: því er ítrekað haldið fram að almenningur skilji bara ekki hvað málið snúist um, hér sé aðeins verið að þyrla upp moldviðri. En þegar kemur að því að efnislega bregðast við málefnalegri gagnrýni hefur ekkert komið sem dregur úr efasemdum um að ferlið hafi staðist lög. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að fylgja þessu máli eftir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -