Laugardagur 24. september, 2022
9.2 C
Reykjavik

Króaði okkur af í grillveislu: „Ég segi ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig […] Ég segi ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Þær voru 18 ára að aldri og segjast hafa verið að stíga sín fyrstu stóru skref með A-landsliði kvenna í körfuknattleik þegar þær urðu fyrir kynferðislega áreiti af þjálfara. Frásögn þeirra er ein af mörgum sem Margrét Björg Ástvaldsdóttir hefur safnað saman. Margrét Björg er félagsfræðingur og þjálfari hjá Aþenu, íþróttafélagi sem vakið hefur athygli fyrir að styðja með miklum sóma við bakið á stúlkum.

Ljóst er að stúlkur og konur sitja ekki við sama börn og karlar hjá mörgum íþróttafélögum þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar. Alvarlegast er kynferðislegt ofbeldi og áreiti sem konur verða fyrir hjá sumum íþróttafélögum þar sem ofbeldismennirnir eru þjálfarar eða aðrir tengdir liðinu.

Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér:

„Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“

„Ég segi ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

„Gæti komið niður á tækifæri okkar í landsliðinu að segja frá“

Þær segja manninn hafa verið dauðadrukkinn og þær ekki getað komið sér undan. Loks hafi erlendur leikmaður, karlkyns, séð að ekki var allt með felldu og komið til bjargar.

„Þetta atvik kom okkur í verulega opna skjöldu. Við vorum nýjar, ekki öruggar með okkar sæti í liðinu. Vegna atviksins vorum við með áhyggjur. Að vera með skæting gæti komið niður á tækifæri okkar í landsliðinu.“

- Auglýsing -

Konan segir að þjálfarinn hafi verið rekinn og skýringin sögð vera trúnaðarbrestur. Konan upplýsir að boðað hafi verið til fundar hjá Körfuknattleikssambandinu en saka sambandið um að sópa öllu undir teppið.

„Þau segjast standa með okkur en þagga niður málið og sópa því undir borð. Þjálfarinn missti starfið eftir atvikið, en það var aldrei minnst á að þetta atvik hafi verið ástæðan fyrir uppsögninni. Það var talað um trúnaðarbrest.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -