• Orðrómur

Krónan hlýtur umhverfisverðlaun Faxaflóahafna Fjörusteininn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Krónan hlaut þann heiður að hljóta umhverfisverðlaun Faxaflóahafna. Brugðið var frá venjunni sem er að fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðum og sýnt hafa fram á framsækni í umhverfismálum auk þess að hafa verið til fyrirmyndar í frágangi á lóðum og snyrtilegu umhverfi.

Hér má lesa yfirlýsingu vegna veitingu Fjörusteinsins, frá Faxaflóahöfnum: „Krónan hefur undanfarin ár unnið markvisst í verkefnum til að draga úr umhverfisáhrifum í starfi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur frá árinu 2007 verið með verslun á Granda og hefur þar, sem og í öðrum verslunum sínum, tekið stór skref í umhverfismálum og matarsóun. Notkun plastumbúða hefur m.a. verið minnkuð mikið, notkun plastburðarpoka verið hætt, matarsóun minnkuð og þá hefur Krónan fengið Svansvottun á allar sínar verslanir“.

 

- Auglýsing -

Kristín Soffía Jónsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna afhendir Ástu Fjeldsted framkvæmdarstjóra Krónunnar, Ólafi Rúnari Rekstarstjóra og Lilju Kristínu sérfræðing í markaðs og umhverfismálum Fjörusteininn.

 

Þetta er heiður fyrir Krónuna og sínir að fyrirtækið hefur unnið mikið og mikilvægt star í þágu umhverfisverndar. Ásta Fjeldsted framkvæmdarstjóri Krónunnar hafði þetta að segja um verðlaunin sem Krónan hlaut frá Faxaflóahöfnum: „Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna Fjörusteininn frá Faxaflóahöfnum sem er okkur hvatning til að halda áfram á þeirri vegferð sem Krónan er á. Áhersla á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð er lykilþáttur í starfi Krónunnar. Við þökkum þann árangur sem við höfum náð í umhverfismálum einlægum áhuga viðskiptavina okkar og starfsfólks sem við eigum í öflugu samtali við dag hvern. Samtal sem hefur skilað sér í þeim fjölmörgu verkefnum og aðgerðum sem hafa að markmiði að minnka umhverfisáhrif Krónunnar. Á þann hátt byggjum við saman upp grænni framtíð“.

- Auglýsing -

 

Mannlíf óskar Krónunni innilega til hamingju.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Vín og umhverfið – Hvað þarf neytandinn að hafa í huga?

Þegar umræðan um kolefnisspor okkar ber hæst þessa dagana, er ágætt að velta fyrir sér á öllum...

Fuglinn í fjörunni hann heitir Hrafn

Hugsjónamaðurinn Hrafn Jökulsson stendur í stórræðum við að hreinsa fjörur á Ströndum. Tugir sjálfboðaliða eru til hjálpar. Hrafn...

Kaupir ekkert nýtt hráefni

Breski hönnuðurinn Stella McCartney segir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa haft töluverð áhrif á hugsunarhátt sinn kringum rekstur samnefnds...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -