2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Krummi upplifði ofbeldi í Landakotsskóla

Séra Ágústus George, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla og kennarinn Margrét Müller beittu Krumma Björgvinsson ofbeldi þegar hann var barn.

„Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er,“ skrifar tónlistarmaðurinn í færslu á Facebook síðu sinni.

„Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði.“

Kveðst Krumma gruna að séra George og Margrét hafi verið smeyk við foreldra sína í ljósi þess að faðir hans, tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson var virtur og þjóðþekktur maður. „En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim.“

Tilefni skrifanna er umfjöllun Fréttablaðsins um nýja heimildaþætti um voðaverkin í Landakotsskóla sem Gunnþórunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir, Margréti Örnólfsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir vinna að, en þau áttu sér stað á árunum 1954 til 1990 þegar skólastjórinn, kaþólski presturinn séra Ágúst George og kennarinn Margrét Muller beittu þar börn kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Í kjölfarið hafa ýmsir stigð fram og minnst þessara ára með óhug, þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir sem kenndi einn vetur við skólann og blöskraði framkoma Margrétar í garð barnanna og svo Krummi, en í fyrrnefndri færslu kveðst hann enn glíma við reiði og gremju vegan ofbeldisins sem hann mátti þola sem barn í skólanum. Tónlistin og hans nánustu hafi hins vegar hjálpað honum að vinna úr reynslunni.

Sjáðu einnig: Edda Björgvins um Margréti Müller: „Þessi vonda kerling níddist á öllum börnunum”

AUGLÝSING


Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is