Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Kuml fannst á Seyðisfirði: „Við sjáum að beinin eru ekki öll á sama stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum fannst kuml á Seyðisfirði við fornleifafræðiuppgröft. Í kumlinu voru bein manns og hests. Engir gripir hafa fundist enn.

Kumlið fannst þegar rannsóknaruppgröftur var framkvæmdur á því svæði sem mun fara undir fyrirhugaða snjóflóðavarnargarða. Sagt er frá þessum merka fundi á Austurfrétt.

Kumlið fannst undir skriðu um 100 metra norðaustur af bæjarstæði Fjarðar, þar sem talið er að landnámsmaðurinn Bjólfur hafi búið. Hafði áður verið talið að skriðan væri frá forsögulegum tíma en nú er talið líklegra að hún hafi fallið um miðja tólftu öld. Á miðvikudaginn næsta mun skriðusérfræðingur kanna hana nánar.

Stjórnandi uppgraftarins, Ragnheiður Traustadóttir, segir að mikið sé af mannvistarleyfum frá miðöldum og landsnámsöld undir skriðunni. Fyrir utan það að finna kumlið sé athyglisvert að þarna hafi verið skriða sem sérfræðingar hafi ekki verið búinir að átta sig á.

Aðeins hafa fundist rónaglar sem notaðir voru í báta í kumlinu en Ragnheiður segir í samtali við Mannlíf að það hafi verið farið í kumlið, sennilega tvisvar sinnum og rótað í því fljótlega eftir að kumlið var sett niður. „Við sjáum að beinin eru ekki öll á sama stað.“

Talsvert er af mannvistarleifum í elstu jarðlögunum á svæðinu, til að mynda brot úr klébergi og perlur. Ragnheiður segir að minjarnar gætu verið frá sama tíma og kumlið og að ekki sé hægt að útiloka að fleiri kuml finnist á svæðinu. Í samtali við Mannlíf sagði Ragnheiður að þau hafi fundið grip sem þau séu ekki viss um hvað er en munu senda það í röntgen myndatöku og þá fá frekari skýringu á gripnum.

- Auglýsing -

Nánari greinin á kumlinu og manneskjunni sem liggur í því, fæst ekki fyrr en í haust og vetur með ítarlegri rannóknum en áætlað er að kumlið sé frá miðri tíundu öld. Ragnheiður sagði við blaðamann Mannlífs að hún og hennar hópur væri á fullu. „Við erum bara að grafa á fullu núna og á miðvikudaginn kemur skriðusérfræðingur sem mun geta aldursgreint skriðuna betur.“

Ekki hefur áður fundist kuml á Seyðisfirði og því um ansi merkan fund að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -