Föstudagur 24. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Kvennafundur þar sem ályktanir voru samþykktar að Ísland gengi úr NATO

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag, 8. mars og að því tilefni efndu Kauphöllin (e. Nasdaq Iceland) í samstarfi við UN Women á Íslandi, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök atvinnulífsins til viðburðar í Hörpu í gær þar sem opnunarbjöllu var hringt fyrir jafnrétti. Kauphallir víða um heim hringja inn bjöllu fyrir jafnrétti í þessari viku í samstarfi við UN Women.

Eliza Reid forsetafrú var heiðursgestur viðburðarins og hringdi bjöllunni í ár. Í ræðu sinni minntist Eliza sérstaklega á þá staðreynd að þrátt fyrir að Ísland sé framarlega í jafnréttismálum séu konur hér á landi enn með lægri laun en karlar. Þær þéni því minna yfir starfsævina og fái þar af leiðandi lægri lífeyri. Hún benti einnig á þá staðreynd að af 800 stærstu fyrirtækjum á Íslandi séu aðeins 13% þeirra í höndum kvenna. Sömuleiðis að meirihluti fjárfestinga í nýsköpun fari í hendur fyrirtækja sem rekin eru af körlum.

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í ár er spjótum UN Women sérstaklega beint að áhrifum og tengslum kynjamismunar og loftslagsbreytinga.

Kvennafundur þann 8. mars um að Ísland gengi úr NATO

Alþjóðlegur barátturdagur kvenna var fyrst minnst á þessum degi 8. mars árið 1932 á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands og síðan árlega eftir það af þeim samtökum og A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðsins). Í dag fagnar þessi dagur því 90 ára afmæli á Íslandi.

Kvenfélag sósíalista tók upp þráðinn, en það var stofnað 30. mars 1939. Félagið tengdi saman afmælisdag sinn og 8. mars og minntist dagsins með ýmsum hætti. Á árshátíð Kvenfélags Sósíalistaflokksins 8. mars 1948 flutti t.d. Dýrleif Árnadóttir ræðu um 8. mars og baráttu kvenna gegn stríði og fasisma og Petrína Jakobsdóttir flutti erindi um Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna og baráttu þess gegn stríði og fasisma. Ljóð voru flutt og Guðmunda Elíasdóttir söng við undirleik Fritz Weishappels. Kaffi var drukkið og dans stiginn. Árin 1951 og 1952 gekkst Kvenfélag Sósíalistaflokksins fyrir almennum kvennafundum þann 8. mars þar sem m.a. voru samþykktar ályktanir um að Ísland gengi úr Atlantshafsbandalaginu (NATO).

- Auglýsing -

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, MFÍK, voru stofnuð árið 1951 og urðu strax deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna. Þau stóðu fyrir opnum fundi í Stjörnubíó 8. mars 1953 og var fundarefnið kirkjan og friðarmálin. MFÍK hafa síðan minnst dagsins með fundi þar sem ávarp Alþjóðasambandsins hefur verið lesið upp og samþykktar ályktanir í tilefni dagsins. Á þessum fundum hefur fjöldi þjóðkunnra kvenna og karla komið fram og listamenn hafa lagt sitt af mörkum. Þannig flutti Vigdís Finnbogadóttir ræðu um starf hernámsandstæðinga árið 1961 og Þuríður Pálsdóttir söng með aðstoð Jórunnar Viðar á píanó. Árið 1966 var haldinn fundur í Lindarbæ og þar flutti Hörður Ágústsson listmálari erindi um þróun íslenskrar byggingalistar frá söguöld til vorra daga og sýndi skuggamyndir.

Baráttan gegn bandarísku herstöðinni og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) var fyrirferðarmikil á dagskrám MFÍK lengi vel, enda samtökin beinlínis stofnuð til að berjast fyrir friði í heiminum. Andófið gegn Víetnamstríðinu setti nokkurn svip á dagskrána á 7. og 8. áratugunum.

Rauðsokkahreyfingin og kvenfélag sósíalista

- Auglýsing -

Árið 1978 stóðu MFÍK, Rauðsokkahreyfingin og Kvenfélag sósíalista fyrir dagskrá 8. mars sem bar heitið „Kjör verkakvenna fyrr og nú.“ Þessi dagskrá var síðar tekin saman í fjölritað hefti og selt. Árið 1984 efndu 8 kvennasamtök til sameiginlegrar dagskrár 8. mars með MFÍK auk þess sem Kvennalistakonur efndu til aðgerða fyrir utan matvöruverslun í Austurstræti og vildu borga 2/3 af uppsettu verði matvara sem þær keyptu. Það sögðu þær vera í samræmi við launamun kynjanna í íslensku samfélagi.

Frá árinu 1984 hefur MFÍK staðið fyrir almennum fundi 8. mars ásamt fjölda annarra samtaka og stéttarfélaga. Fleiri samtök hófu að minnast 8. mars á 10. áratugnum með sérstökum hætti. Samtökin Stígamót voru stofnuð 8. mars 1990. Unifem á Íslandi hefur verið með fundi og á Akureyri hafa samtök minnst dagsins frá árinu 1992.

Syngjandi sokkar

8. mars árið 1978 á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna 1978, hélt Rauðsokkahreyfingin ásamt Kvenfélagi sósíalista og Menningar og friðarsamtökum íslenskra kvenna fjölmennan baráttufund. Þar var flutt dagskrá um sögu og baráttu verkakvenna í tali og tónum. Rauðsokkar gáfu dagskrána síðan út að viðbættum söngtextum og ítarefni.

Samsvarandi dagskrá um sögu og baráttu verkakvenna var gerð um og í samvinnu við Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum og flutt á ráðstefnunni Maðurinn og hafið í júlí 1978.

Rauðsokkar héldu fjölsóttar dagskrár í Reykjavík um rithöfundana Ástu Sigurðardóttur árið 1977, sem var endurtekin í Neskaupstað sama ár, og Jakobínu Sigurðardóttur árið 1979. Kvennahátíðin Frá morgni til kvölds var haldin í Tónabæ á árinu 1979 og endurtekin á Akureyri. Önnur hátíð undir yfirskriftinni Konur og atvinnulífið var haldin árið 1980. Baráttusöngvar gegndu stóru hlutverki í Rauðsokkahreyfingunni allt frá upphafi og margir tónlistarmenn lögðu henni lið. Rauðsokkakór starfaði á árunum1978-1980 og margir sönghópar komu og fóru. Gefin var út söngbókin Syngjandi sokkar.

Á vegum Rauðsokkahreyfingarinnar var stofnaður hópur um heilsuvernd og heilbrigðismál kvenna sem ákvað að þýða og staðfæra dönsku bókina Kvinde kend din krop (1975). Vinna við bókina tók tvö ár og kom hún út undir nafninu Nýi kvennafræðarinn 1981.

Þegar komið var fram á níunda áratuginn voru nýir vindar farnir að blása og tími breytinga rann upp. Rauðsokkahreyfingin var lögð niður árið 1982 og nýjar kvennahreyfingar urðu til.

 

Heimild:

Kvensögusafn Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -