Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kynbundið ofbeldi heimsfaraldur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árlega eru áttatíu og sjö þúsund konur drepnar í heiminum og helmingur þeirra fellur fyrir hendi maka, fyrrverandi maka eða einhverjum úr fjölskyldu sinni. Umfang ofbeldis gegn konum er slíkt að því er líkt við faraldur. Sumir er þeirrar skoðunar að ofbeldi gegn konum sé eitthvert umfangsmesta mannréttindindabrot sem viðgengst í heiminum.

Hundrað og sautján konur hafa fallið fyrir hendi maka eða fyrrverandi maka það sem af er ári í Frakklandi. Aðgerðasinnar í París hafa brugðist við með því að líma á veggi borgarinnar plaköt með ýmsum slagorðum og með nöfnum kvenna sem hafa fallið fyrir hendi eiginmanns eða kærasta á árinu.

Tíðni heimilisofbeldis í Frakklandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu og mikla athygli vöktu fjölmennar aðgerðir í París þann 23. nóvember síðastliðinn. Mótmælendur klæddust fjólubláu og kveiktu á ljósum til marks um að þörf væri á upplýsa fólk um raunverulega stöðu mála.

Emanuel Macron, forseti Frakklands, hafði lofað að beita sér fyrir harðari refsingum í heimilisofbeldismálum og nú hafa verið boðaðar hertar aðgerðir í fjörutíu liðum. Það var einnig sláandi að Macron var boðið að fylgjast með í símaveri þar sem tekið er á móti símtölum frá þolendum heimilisofbeldis. Þar heyrði hann viðbrögð lögreglu er sérfræðingur versins reyndi ítrekað að fá þá til að fylgja fimmtíu og sjö ára gamalli konu heim til sín að sækja eigur sínar og nauðsynlegan farangur áður en henni væri komið í öruggt skjól. Heima beið eiginamaður hennar sem hafði gengið alvarlega í skrokk á henni og konan stödd á lögreglustöð þar sem hún hafði nýlokið við að kæra árásina. Lögreglumenn neituðu að sinna beiðni hennar og báru fyrir sig alls konar afsakanir sem ýmist voru veikar eða beinlínis ósannar. Sérfræðingurinn sem Macron talaði við tjáði honum að þetta væru mun algengari viðbrögð en hitt að lögreglan samþykkti að verja konurnar sem þeim ber lagaleg skylda til að gera.

Ítarlega er fjallað um kynbundið ofbeldi gegn konum í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -